Farsæll rekstur Samherja 2017

 


Bubbi Morthens tekur lagið á Fiskidaginn mikla á Dalvík...

„Samherji skilaði góðri afkomu á síðasta ári eins og undanfarin ár. Svo góð niðurstaða er ekki sjálfgefin við núverandi aðstæður heldur afrakstur mikillar samvinnu starfsmanna Samherja sem og samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Við gleðjumst að sjálfsögðu yfir því,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja þegar ársuppgjör fyrir árið 2017 var kynnt að loknum aðalfundi.

Samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga í fimmtán löndum innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna. Hagnaðurinn af rekstri nam 14,4 milljörðum króna og hækkaði lítillega milli ára. Vóg söluhagnaður eigna þungt og nam um 5 milljörðum króna. Rúmur helmingur starfseminnar er erlendis. Ársreikningur Samherja er í evrum en er umreiknaður í þessari umfjöllun í íslenskar krónur og hefur styrking íslensku krónunnar nokkur áhrif á þann samanburð milli ára.

Samherji er áfram í hópi stærstu skattgreiðenda landsins og greiddu Samherji og starfsmenn um 5,1 milljarð til hins opinbera á Íslandi árið 2017.

Stærsta breytingin hjá Samherja á liðnu ári er skipting Samherja hf. í tvö félög. Með skiptingunni var innlend starfsemi aðgreind með skýrari hætti frá erlendri. Innlenda starfsemin heyrir áfram undir Samherja hf. en Samherji Holding ehf. tók við erlendum eignum. Þar sem skiptingin var gerð 30. september 2017 en ekki um áramót eru helstu lykiltölur beggja félaganna teknar saman í þessari tilkynningu.


....Stál og hnífur er merki mitt
     

„Við héldum áfram uppbyggingu á innviðum Samherja á síðasta ári með mikilli endurnýjun á skipaflota. Við höldum áfram á þessu ári, m.a. með nýrri landvinnslu á Dalvík. Tekið var á móti þremur nýjum skipum hér í Eyjafirði þegar Kaldbakur EA, Björgúlfur EA og Björg EA komu til landsins. Í Þýskalandi tók DFFU á móti tveimur skipum, Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105. Það er hægara sagt en gert að koma nýjum tæknivæddum skipum með miklum og flóknum búnaði af stað jafn hnökralaust og raun ber vitni. Skipin hafa reynst vel og má segja að áhafnirnar og stjórnendur hafi unnið ákveðið þrekvirki og vil ég þakka þeim sérstaklega fyrir.“

Frekari breytingar áttu sér stað á skipastól Samherja á Íslandi í fyrra. Oddeyrin var seld til Noregs og Kristina til Rússlands. Þegar Snæfellinu var lagt í byrjun þessa árs var í fyrsta skipti í sögu Samherja ekki frystitogari í rekstri. Þá hefur Vilhelm Þorsteinsson verið seldur og er fyrirhugað að afhenda skipið nýjum eigendum í byrjun næsta árs. „Vilhelm Þorsteinsson hefur reynst afar færsælt skip allt frá því það kom til landsins 3. september árið 2000 og vitaskuld er eftirsjá af skipinu. Við teljum hins vegar brýnt að halda endurnýjun flotans áfram,“ segir Þorsteinn Már og heldur áfram: „Við höfum einnig treyst frekar sölu- og markaðsstarfsemi okkar, m.a. með kaupum á Collins Seafood á Englandi. Í síharðnandi samkeppni skiptir máli að hafa öfluga sölu- og markaðsstarfsemi, bæði hér heima og erlendis.“

Ársreikninga Samherja hf. og Samherja Holding ehf. má nálgast hjá ársreikningaskrá á næstu dögum en hér á eftir eru sameiginlegar lykiltölur úr rekstrinum árið 2017. Aðalfundur ákvað að 8,5% af hagnaði verði greitt í arð til hluthafa.



Tvö ný frystiskip DFFU Í Þýskalandi, Cuxhaven NC og Berlin NC á leið til heimahafnar