Fréttir

Helga Steinunn Guðmundsdóttir heiðursfélagi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands

Helga Steinunn Guðmundsdóttir var um helgina gerð að heiðursfélaga Íþrótta- og Ólympíusambands Ísland en Helga hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íþrótta á Íslandi. Frá þessu er greint á heimasíðum ÍSÍ og Knattspyrnufélags Akureyrar. Helga Steinunn situr í stjórn Samherja og er stjórnarformaður Samherjasjóðsins sem hefur stutt íþróttahreyfinguna dyggilega.

Sjávarútvegsfræðingar áberandi hjá Samherja

Tveir nýir stjórnendur, sem eiga það sameiginlegt að vera sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri, hafa verið verið ráðnir til Samherja fiskeldis í Sandgerði. Með þessum ráðningum eru sjávarútvegsfræðingarnir sem starfa hjá Samherja og skyldum félögum samtals tuttugu og fjórir , enda leitast Samherji við að ráða til sín og hafa í sínum röðum einvalalið starfsmanna.

Rekstur Samherja gekk vel þrátt fyrir heimsfaraldur

Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða króna á síðasta ári. Heimsfaraldurinn hafði víðtæk áhrif á reksturinn. Forstjóri félagsins segir að reynt hafi verulega á samstöðu allra og útsjónarsemi, tekist hafi að halda úti skipaflotanum, vinnslum og annarri starfsemi þannig að reksturinn hafi haldist svo að segja óbreyttur.
Aðalfundur Samherja var haldinn í gær, ákveðið var að greiða ekki út arð vegna síðasta árs.


Gæðaeftirlitið fylgist með frá A til Ö

Til þess að framleiða heilnæmar gæðaafurðir þarf gæðaeftirlitið að vera virkt og stöðugt. Í fiskvinnsluhúsum ÚA á Akureyri og Samherja á Dalvík er mikil áhersla lögð á gæðaeftirlit, enda markmiðið að framleiða afurðir sem uppfylla ýtrustu væntingar og kröfur viðskiptavina. “Í raun og veru er okkur fátt óviðkomandi þegar gæðamál eru annars vegar,” segir Sólveig Hallgrímsdóttir í gæðaeftirlitinu á Dalvík.

“Þetta reddast” leiðin sniðgengin á Dalvík

Heimsfaraldurinn hafði eðlilega umtalsverð áhrif á starfsemi hátækni fiskvinnsluhúss Samherja á Dalvík, sem formlega tók til starfa fyrir rúmu ári síðan. Með nýjum búnaði og gerbreyttri tækni, komu engir utanaðkomandi sérfræðingar í húsið mánuðum saman. Áskoranir starfsfólksins voru því margar en samt sem áður var slegið framleiðslumet í fiskvinnslunni á Dalvík á síðasta fiskveiðiári. Yfirverkstjórinn segir að góður undirbúningur hafi skipt sköpum.

Baadermaðurinn sér um að vélarnar séu í toppstandi

Af og til sjáum við auglýst eftir Baadermönnum en sjálfsagt eru ekki allir alveg með það á hreinu hvað Baadermaður gerir í raun og veru. Starfsfólk í fiskvinnsluhúsum landsins veit hins vegar upp á hár hvað Baadermaður gerir og víst er að í fiskvinnsluhúsi ÚA á Akureyri þekkja allir Axel Aðalsteinsson, sem einmitt er Baadermaðurinn þar.

Andlát: Finnbogi Jónsson

Finnbogi Jónsson verkfræðingur og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja lést þann níunda september síðastliðinn í Vancouver í Kanada. Finnbogi lét mjög að sér kveða í íslensku atvinnulífi og sat í stjórn fjölmargra félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana.

Löndun úr Cuxhaven hefur margvísleg jákvæð áhrif á atvinnulífið

Hátt í átta hundruð tonnum af grálúðu var landað á Akureyri úr togaranum Cuxhaven NC 100 sem er í eigu Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi. Skipstjórinn segir að slíkri löndum fylgi veruleg umsvif, enda sé leitað til margra á meðan skipið er í landi. Cuxhaven kom til Akureyrar aðfararnótt fimmtudags og strax um morguninn var hafist handa við löndun og aðra þjónustu um borð.

Loksins, loksins, geta starfsmannafélögin efnt til viðburða

“Já, já, svo að segja öll starfsemi hefur legið niðri hjá okkur síðan heimsfaraldurinn skall á af fullum þunga, þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkur að koma saman á nýjan leik, maður finnur það greinilega á fólki,” segir Ragnheiður Rut Friðgeirsdóttir formaður Fjörfisks, sem er starfsmannafélag Samherja á Dalvík.

Rafmagnstengingin er jákvætt skref í umhverfismálum

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 – nýtt uppsjávarskip Samherja – kom til Neskaupstaðar í lok síðustu viku með um 850 tonn af makríl til vinnslu hjá fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Löndun úr skipinu markar jákvæð tímamót, notast var í fyrsta sinn við rafmagnsbúnað til að landtengja skip meðan þau landa hráefni í fiskiðjuverið. Með tilkomu búnaðarins er áætlað að olíunotkun skipa dragist saman um 300 þúsund lítra á ári. Kostnaður við verkefnið er á annað hundrað milljónir króna.