Fréttir

Sjómenn Samherja og ÚA taka þátt í rannsókn á einkennum sjóveiki

Sjómenn á togurum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa taka þátt í viðamikilli rannsókn Hreyfivísindaseturs Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á einkennum hreyfiveiki.
Fullkominn hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki var fluttur til Akureyrar í tengslum við þátttöku sjómannanna.

Með sýndarveruleikatækni framkallar búnaðurinn hreyfingar sem eru svo raunverulegar að þátttakendur finna fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- eða bílveiki.

„Bleikjan hefur í raun fylgt mér alla tíð“

Ísland flytur út sjávarafurðir til nærri níutíu þjóðlanda og eðli málsins samkvæmt eru markaðslögmálin mismunandi, enda kröfur og hefðir ólíkar eftir löndum.
Þrátt fyrir gæði og ferskleika íslenskra sjávarafurða selur fiskurinn sig ekki sjálfur, síður en svo.

Á einni málstofu Sjávarútvegsráðstefnunnar í Reykjavík í dag voru sagðar sögur úr heimi sölumála sjávarafurða, tilgangurinn var að miðla þekkingu og reynslu til annarra.

Líkan af „Stellunum“ afhjúpað við hátíðlega athöfn

Líkan af systurskipunum Sléttbak EA 304 og Svalbak EA 302 var afhjúpað og afhent við hátíðlega athöfn í matsal Útgerðarélags Akureyringa, miðvikudaginn 1.nóvember, nákvæmlega hálfri öld eftir að þessi glæsilegu skip komu í fyrsta sinn til Akureyrar.

„Eyjafjörður er alltaf gott myndefni“

Togarinn Björg EA 7 hélt til veiða síðdegis í gær eftir að hafa landað góðum afla á Akureyri.

Guðmundur Freyr Guðmundsson hefur verið skipstjóri á Björgu frá því skipið kom nýtt til landsins fyrir sex árum síðan. Hann er oftar en ekki með myndavél í brúnni og grípur til hennar þegar honum þykir ástæða til. Eyjafjörður skartaði sínu fegursta í haustblíðunni í gær, Guðmundur Freyr stóðst ekki mátið og náði í myndavélina góðu.

Hátæknibúnaður sem prentar út í plasti og málmi tekinn í notkun hjá N.Hansen á Akureyri

Samherji er umsvifamikið fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu í kaupum á þjónustu, hvort sem um er að ræða fyrir landvinnslur félagsins eða togaraflotann. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir Eyjafjarðarsvæðið vel þekkt sem þekkingarsetur í haftengdri starfsemi og Samherji leggi áherslu á samvinnu um þróun og hönnun sértækra tæknilausna.

Sjávarútvegurinn er háþróuð alþjóðleg atvinnugrein

„Það sem gefur starfinu líf og lit eru mikil og góð samskipti við fólk. Viðfangsefnin eru skemmtileg og fjölbreytt, oftar en ekki kemur eitthvað óvænt upp þannig að fyrirfram veit maður ekki hvað vinnudagurinn ber í skauti sér,“ segir Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja. Eiginmaður hennar er Friðrik Kjartansson og eiga þau tvö börn, Maríu Björk 19 ára og Kjartan Inga 15 ára. Anna María lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1999, en því námi hefur nú verið breytt í viðskiptafræði. Viðtal við Önnu Maríu birtist í sjávarútvegsblaðinu Ægi og er það birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra blaðsins.

Síldarvinnslan hf. kaupir helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf.

Samherji og Síldarvinnslan hafa gengið frá kaupum þess síðarnefnda á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood en með því lýkur viðræðum sem fyrst var tilkynnt um í lok mars á þessu ári.

„Með þéttri og góðri samvinnu hafa viðskiptin við Úkraínu gengið upp“

Úkraína er mikilvægasta markaðssvæði Ice Fresh Seafood fyrir uppsjávarafurðir, síld loðnu og makríl.

Innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gjörbreytti öllum aðstæðum varðandi sölu og afhendingu afurða þar og stöðugt þarf að leita nýrra leiða til að viðskiptin geti gengið hnökralaust fyrir sig.

Tvö dótturfélög Samherja hf. sameinast

Ákveðið hefur verið að einfalda rekstur dótturfélaga Samherja hf. í veiðum og vinnslu, með því að sameina rekstur þeirra á einni kennitölu.

Samherji undirbýr að skip félagsins noti kolefnislaust eldsneyti

Orkusjóður hefur ákveðið að styrkja verkefni Samherja sem felst í því að hanna lausn og breyta ísfisktogara félagsins þannig að skipið geti nýtt grænt rafeldsneyti. Með slíkri breytingu dregur verulega úr kolefnislosun. Áætlaður kostnaður er hátt í tveir milljarðar króna og er stuðningur Orkusjóðs til þessa verkefnis 100 milljónir króna.