„Hann er ekki guð og hann er ekki óskeikull og hann er ekki dómstóll”

Þessi fordæmalausu orð lét seðlabankastjóri hafa eftir sér um umboðsmann Alþingis í útvarpsviðtali þann 22. nóvember 2015 í tilefni bréfs umboðsmanns Alþingis frá 2. október sama ár. Athugasemdin ber þess keim að seðlabankastjóri hafi ekki ætlað sér að bregðast við athugasemdum umboðsmanns um stjórnsýslu bankans og á ótrúlegan hátt komst hann upp með það.
 
Mar_GudmundssonSeðlabankastjóri hefur gert sér grein fyrir því að gjaldeyrisreglurnar hafi ekki geta verið grundvöllur aðgerða allt frá árinu 2011. Á blaðamannafundi 21. september 2011 lét hann eftirfarandi orð falla:
 
Það sem að við höfum verið að bíða eftir og í fyrsta lagi náttúrulega að yrði samþykkt þetta frumvarp á þinginu, nú liggur það fyrir. Vegna þess að þar fáum við miklu traustari lagaheimildir, sko nú er það þannig að það er alltaf umdeilt meðal lögfræðinga orðið þessa dagana hvort þú mátt gera eitthvað. Sumir segja þú mátt aldrei gera neitt nema það standi nákvæmlega í lögunum að þú megir gera það. Aðrir segja, ja, það er ekki bannað og þú hefur svona almennar heimildir. Út af þessu og þetta er eitthvað sem lögfræðingastéttin á Íslandi þarf að gera upp við sig.“
 
Ofangreind tilvitnum lýsir því kannski líka hvernig seðlabankastjóri lítur á vald sitt.
 
Til einföldunar má draga gagnrýni umboðsmanns saman með eftirfarandi hætti:
 
• Stjórnendur seðlabankans vissu að bankinn gæti ekki sektað, en gerðu það samt.
• Seðlabankinn hefur ekki beitt meðalhófi eins og aðrar stofnanir.
• Seðlabankinn hefur beitt jafnræðisreglu með röngum hætti.
• Seðlabankinn hefur veitt umboðsmanni og öðrum rangar upplýsingar.
• Seðlabankinn leyndi umboðsmann upplýsingum.
 
Þessu til viðbótar er rétt að halda til haga ummælum umboðsmanns Alþingis í bréfi hans til seðlabankans dags. 2. október 2015 þar sem hann sagði að vafa ber að túlka borgurum í hag.
 

Ágætu starfsmenn, álit umboðsmanns Alþingis er enn einn sigur okkar og staðfestir það sem við höfum alltaf sagt varðandi framgöngu stjórnenda seðlabankans gagnvart starfsfólki Samherja og fyrirtækinu sjálfu. 

Það verður fróðlegt að sjá greinargerð bankaráðs til forsætisráðherra um framgöngu stjórnenda seðlabankans gagnvart Samherja og hvort hún geti orðið grundvöllur þess að þessu máli ljúki. Ég verð þó að viðurkenna að eftir allt sem á undan hefur gengið er ég hóflega bjartsýnn á það og er undir það búinn að við þurfum að gera okkar skýrslu til forsætisráðherra, af nógu er að taka. Stjórnendur seðlabankans hafa ítrekað brotið á okkar réttindum og hefur framferði þeirra verið óátalið til þessa. Ég get þó ekki annað en vonað að nú verði breyting á þegar forsætisráðherra hefur skorist í leikinn.  
 
Kveðja
Þorsteinn Már