Kaldbakur, Björgúlfur og Björg aflahæstu togarar landsins á síðasta ári

Kaldbakur EA 1 á landleið með góðan afla / mynd: Þorgeir Baldursson
Kaldbakur EA 1 á landleið með góðan afla / mynd: Þorgeir Baldursson

Systurskip Samherja, Kaldbakur EA 1, Björgúlfur EA 312 og Björg EA 7 eru í þremur efstu sætum yfir aflahæstu togara ársins 2024.

Aflahæsti togarinn var Kaldbakur, afli skipsins var 8.933 tonn. Í öðru sæti var Björgúlfur, með 8.687 tonn og í þriðja sæti var Björg með 8.186 tonn á síðasta ári.

Vefurinn aflafrettir.is tekur saman veiðar íslenskra skipa og birtir á vef sínum og eru tölurnar fengnar þaðan.

Togarar Samherja sjá landvinnslum félagsins á Akureyri og Dalvík fyrir hráefni, þar sem starfa um þrjú hundruð manns. Sjómenn á skipum Samherja eru samtals um tvö hundruð, enda tvöföld áhöfn á hverju skipi.

Veiðar, vinnsla og sala afurða fara saman

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir að systurskipin hafi reynst afskaplega vel.

Björgúlfur EA 312 og Björg EA 7 á miðunum / mynd: Pálmi Gauti Hjörleifsson
„ Í sjálfu sér er ekki sérstakt markmið að vera í efstu sætum á þessum listum, verkefnið er fyrst og fremst að koma á tilsettum tíma með góðar afurðir til vinnslu. Hráefnisstýring er stór þáttur í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja, þar sem veiðar, vinnsla og sala afurða fara saman. Til þess að sjá vinnslunum fyrir hráefni, þurfa skipin að landa sex til sjö sinnum í viku, sem þýðir í raun að þau landa stundum tvisvar sinnum í sömu vikunni. Stýring veiða getur því á köflum verið nokkuð flókin. Okkur tókst að halda vinnslunum gangandi alla daga ársins nema tvo vegna óveðurs, enda kallar markaðurinn eftir stöðugu framboði.“

Góð skip og valinn maður í hverju rúmi

„Systurskipin eru að verða átta ára gömul og hafa þau reynst okkur afskaplega vel, enda var vandað til allra verka við smíði þeirra og viðhald hefur

Björg EA 7 / samherji.is
alltaf verið með ágætum. Síðast en ekki síst eru skipin vel mönnuð, valinn maður er í hverju plássi á öllum skipum félagsins,“ segir Kristján Vilhelmsson.

Systurskipin á Eyjafirði: Björg EA 7, Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur EA 312/ samherji.is