Ekkert óvænt í málaferlum í Namibíu

Greint var frá því í morgun að saksóknari hygðist gefa út ákæru á hendur þremur namibískum félögum sem tengjast Samherja í máli sem nú er rekið fyrir dómstólum í Windhoek í Namibíu. Á þriðja tug namibískra ríkisborgara eru sakborningar í málinu en við fyrirtöku í morgun var greint var frá því að saksóknari hefði í hyggju að bæta við ákæru á hendur á þremur namibískum félögum sem tengjast Samherja og stjórnendum þeirra. Samkvæmt namibískum lögum leiðir ákæra á hendur þessum fyrirtækjum sjálfkrafa til þess að stjórnendur þeirra sæta ákæru vegna stöðu sinnar.

Fyrirhuguð ákæra kemur ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafa áður sett fram og byggja meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016.

Útgerð namibískra félaga sem tengjast Samherja var lögð niður í lok árs 2019 og unnið er að því að slíta félögunum endanlega. Ásakanir á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eiga ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr. Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.