„Eyjafjörður er alltaf gott myndefni“

Eyjafjörður í haustblíðunni í gær / myndir Guðmundur Freyr Guðmundsson skipstjóri á Björgu
Eyjafjörður í haustblíðunni í gær / myndir Guðmundur Freyr Guðmundsson skipstjóri á Björgu

Togarinn Björg EA 7 hélt til veiða síðdegis í gær eftir að hafa landað góðum afla á Akureyri.


Guðmundur Freyr Guðmundsson hefur verið skipstjóri á Björgu frá því skipið kom nýtt til landsins fyrir sex árum síðan. Hann er oftar en ekki með myndavél í brúnni og grípur til hennar þegar honum þykir ástæða til. Eyjafjörður skartaði sínu fegursta í haustblíðunni í gær,   Guðmundur Freyr stóðst ekki mátið og náði í myndavélina góðu.

„Eyjafjörður er alltaf gott myndefni, hvort sem maður er að hefja sjóferð eða enda. Veðrið í gær var frábært og útsýnið stórkostlegt. Mér finnst gaman að taka myndir, mætti sjálfsagt vera duglegri en í gær var ekki annað hægt en að bæta nokkrum myndum í albúmið.“

Hér fyrir neðan getur að líta nokkrar þeirra mynda sem Guðmundur Freyr tók á útstíminu í gær og þakkar heimasíðan honum fyrir sendinguna.