Formleg nafngift Kaldbaks EA 1

Hinu nýja og glæsilega skipi Kaldbaki EA 1 var formlega gefið nafn við hátíðlega athöfn kl.14.00 laugardaginn 26.ágúst. Athöfnin fór fram á Togarabryggjunni við ÚA og Kolbrún Ingólfsdóttir, einn eigenda Samherja gaf nýja skipinu nafn með formlegum og hefðbundnum hætti. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og  Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra fluttu ávörp við þetta tilhefni og leikur Lúðrasveitar Akureyrar jók á hátíðleika athafnarinnar.

Eftir athöfnina á bryggjunni var boðið upp á veitingar í matsal ÚA.

Þar var þess minnst að 70 ár eru liðin frá því Kaldbakur EA 1 fyrsta skip Útgerðarfélags Akureyringa  kom til landsins og að 60 ár eru liðin frá því að frystihús ÚA var tekið í notkun. Af öllum þessum tilefnum færði Samherjasjóðurinn Vinum Hlíðarfjalls að gjöf Skíðalyftu, afhenta á Akureyri.

Kaldbakur_ea1_nafngift

Kaldbakur_ea1_nafngift

Kaldbakur_ea1_nafngift

Kolbrún Ingólfsdóttir gefur Kaldbaki EA 1 nafn með aðstoð Kristjáns Vilhelmssonar útgerðar stjóra Samherja

Kaldbakur_ea1_nafngift

kaldbakur_ea_1

Kaldbakur EA 1 hinn fyrsti kemur til heimahafnar 17.maí 1947. Mynd: Bergþór Gunnlaugsson.

kaldbakur_ea_301

Kaldbakur EA 1 númer tvö kom nýr til heimahafnar 19.desember 1974

kaldbakur_ea_1

Kaldbakur EA 1 kom í heimahöfn 4.mars 2017

Kaldbakur_Solbakur_Akureyri

Sólbakur EA (Kaldbakur annar) og Kaldbakur EA sigla inn Eyjafjörð, með fjallið Kaldbak í baksýn