Fróðleiksmolar og myndir

Lág starfsmannavelta hjá Samherja

Það hefur frá byrjun verið viðhorf stjórnenda Samherja að starfsfólkið sé lykillinn að farsælum rekstri. Þetta viðhorf endurspeglast skemmtilega þegar starfsaldurstölur eru skoðaðar.

Starfsmenn Samherja með yfir 30 ára starfsaldur eru 53
Starfsmenn Samherja með yfir 20 ára starfsaldur eru 139
Starfsmenn Samherja með yfir 10 ára starfsaldur eru 322

Konurnar í þrifagenginu í ÚA eru með hæsta meðaltal starfsaldurs

 

Á myndinni eru frá vinstri: Kristín Stefánsdóttir 38 ára starfsaldur, Ragna Finnsdóttir 43 ára starfsaldur, Sigríður Stefánsdóttir 20 ára starfsaldur

 

 

Vanar konur taka rösklega á því í lok hvers vinnudags í ÚA

UA_thrifagengi

UA_thrifagengi

UA_thrifagengi

 

Jón Ragnar Kristjánsson hefur matreitt um borð í Samherjaskipum í 32 ár - alltaf jafn flottur í kokkagallanum

Jon_R_Kristjansson

 

103 sjómenn Samherja eru með yfir 10 ára starfsaldur

Bjorgulfur_EA312

Gamla myndin 

Bjorgvin_EA

Hákon Sigurðsson vann um borð í skipum Samherja um árabil en er hættur vegna aldurs

 

Í myndasafni félagsins rákumst við á þessa skemmtilegu mynd sem tekin var sumarið 2010 eða fyrir rúmum 10 árum síðan. Þarna eru nokkrir starfsmenn skrifstofu og skipaþjónustu Samherja og tveir skipstjórar í árlegri fjallgönguferð; fjórir makar eru líka með. Það sem vekur athygli er að allir þessir starfsmenn eru enn að vinna hjá Samherja og flestir með fleiri en eins áratugs starfsreynslu að baki.

7tinda_fjallganga_2010

Hópurinn er á toppi Ytri Súlu ofan Akureyrar, sem var síðasti tindur af sjö sem voru klifnir þann daginn. Fjallgöngufólkið (frá vinstri): Atli Dagsson, Finnbogi Reynisson, Guðmundur Þ. Jónsson, Margrét Ólafsdóttir, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Vigdís Elísabet Hjaltadóttir, Steinn Símonarson, Kristbjörg Anna Hauksdóttir, Valur Ásmundsson, Margrét Melstað, Unnar Jónsson, Hjörvar Kristjánsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Óskar Þór Vilhjálmsson, Ágúst Jón Aðalgeirsson, Bára Jónsdóttir, Eydun frá Bergi, Hanna Dóra Hermannsdóttir, Eiríkur K. Aðalsteinsson og Davíð Hafsteinsson.

 

Þrír stjórar á toppi Kerlingar hæsta fjalli í Eyjafirði og Tröllaskaga (1538m) 

3_Samherjar_a_toppnum

Frá vinstri: Eydun frá Bergi hefur verið skipstjóri hjá Framherja í Færeyjum frá stofnun þess félags árið 1994, Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja og Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri.

Guðmundur Þ. Jónsson fagnar 60 ára afmæli 19.desember n.k. Guðmundur hefur starfað hjá Samherja í 34 ár og hefur verið ákaflega fengsæll og farsæll skipstjóri. Meðal skipa sem Guðmundur hefur stýrt frá byrjun nóvember 1986 eru Margrét EA 710, Hjalteyrin EA 310, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, tvö skip sem báru nafnið Baldvin Þorsteinsson EA 10 og núna síðast Margreti EA 710.

Samherji sendir Guðmundi árnaðaróskir í tilefni afmælisins.