Vel heppnuð kynning á bleikju í einum virtasta matreiðsluskóla í heimi, The Culinary Institute of America
Einar Geirsson meistarakokkur á Rub 23 og Birgir Össurarson sölustjóri hjá Icefresh (og sérlegur meistarahjálparkokkur!) voru í Bandaríkjunum í vikunni að kynna bleikju.
Birgir hélt fyrirlestur um bleikju og bleikjueldi í einum virtasta kokkaskóla í heimi: The Culinary Institute of America, fyrir fullum sal af kokkum og kokkanemum. Á eftir fyrirlestri Birgis eldaði Einar 6 mismunandi bleikjurétti úr einu flaki! Þar á meðal djúpsteikti hann roðið. Að lokum var öllum 150 gestunum boðið að smakka bleikjuréttina, við mjög mikla hrifningu.