Harðbakur afhentur

Harðbakur EA 3 hinn nýji togari Útgerðarfélags Akureyringa hefur verið afhentur eigendum sínum  í Noregi. Í kjölfarið á uppgjöri við Vard-Aukra skipasmíðastöðina var Íslenski fáninn dreginn að húni og gert er ráð fyrir að skipið sigli af stað til heimahafnar í dag. Áætlað er að siglingin heim taki um þrjá og hálfan sólarhring. 

Skipstjóri á Harðbak er Hjörtur Valsson og yfirvélstjóri er Friðrik Karlsson.

Slippurinn á Akureyri tekur við skipinu þegar heim er komið og settur verður vinnslubúnaður um borð.  Stefnt er að því að Harðbakur hefji veiðar í byrjun nýs árs.

 

 

Hardbakur_EA_3

Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri Útgerðarsviðs Samherja dró Íslenska fánann að húni í Aukra, í Noregi í morgun. Kolbrún Ingólfsdóttir eiginkona hans var honum til aðstoðar

Hardbakur_EA_3

Myndir teknar við brottför kl. 15.43 að staðartíma:

Hardbakur_EA_3

Hardbakur_EA_3

Hardbakur_EA_3