Komu hins nýja Björgúlfs EA 312 fagnað á Dalvík

Björgúlfur EA 312
Björgúlfur EA 312

Björgúlfur EA 312, nýr ísfisktogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær.  Glaðir bæjarbúar fjölmenntu á bryggjuna að taka á móti hinu nýja skipi og var öllum boðið um borð að skoða. Hinn nýji Björgúlfur er sá þriðji í röðinni en fjörutíu ár eru síðan nýsmíðaður Björgúlfur eldri, sem er nú leystur af hólmi með nýja skipinu, lagðist að bryggju í heimahöfninni Dalvík. Það þótti vel við hæfi að Sigurður Haraldsson, sem var skipstjóri á báðum eldi skipunum, tæki við spottanum og batt hann landfestarnar. Gamli Björgúlfur heitir nú Hjalteyrin og sigldi hann á móti þeim nýja í gær og fylgdi að bryggju.

Björgúlfur EA var smíðaður í Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi, er 62 metra langur og 13,5 metra breiður. Skipstjóri er Kristján Salmannsson, afleysingaskipstjóri er Markús Jóhannesson og yfirvélstjóri er Halldór Gunnarsson.

Bjorgulfur_EA_312

Bjorgulfur_EA_312

Bjorgulfur_EA_312

Bjorgulfur_EA_312

Bjorgulfur_EA_312

Bjorgulfur_EA_312

Bjorgulfur_EA_312

Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja, Bjarni Th. Bjarnason Bæjarstjóri Dalvíkur, Kristján Salmannsson skipstjóri Björgúlfs EA og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.

Bjorgulfur_EA_312

Björgúlfur er annar af fjórum systurskipum sem smíðuð eru hjá Cemre, Kaldbakur var fyrstur, það þriðja fer  til Fisk Seafood á Sauðárkróki og það fjórða Björg EA sem verið var að sjósetja í síðustu viku kemur til Akureyrar í haust.  Skipin eru hönnuð af Verkfræðistofunni Skipatækni, Bárði Hafsteinssyni, starfsmönnum Samherja og sérfræðingum sem þjónusta flota Samherja.