- og með mesta aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2007. Samkvæmt nýbirtri skýrslu Hagstofu Íslands sem byggir á tölum frá Fiskistofu þá skilaði Vilhelm Þorsteinsson EA mestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2007 eða 1.370 milljónum króna.Afli skipsins upp úr sjó var einnig sá mesti allra eða tæplega 64 þúsund tonn en var tæplega 50 þúsund tonn árið 2006.Verður þetta að teljast frábær árangur hjá áhöfninni á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11.
Næst aflahæst voru Börkur NK og Margrét EA næst á eftir með liðlega 50 þúsund tonn hvort skip. Aflaverðmæti Margrétar sem vermir 7. sætið á aflaverðmætislistanum var 675 milljónir króna en Baldvin Þorsteinsson EA, sem var einungis gerður út á Íslandi hluta ársins, var í 10 sæti með aflaverðmæti upp á 571 milljónir króna fyrir rúm 11 þúsund tonn. Alls stunduðu 34 uppsjávarskip einhverjar veiðar á árinu 2007 og var samanlagt aflaverðmæti þeirra um hálfum milljarið meira en árið á undan. Heildarafli þeirra nam 903 þúsund tonnum sem var rúmlega 100 þúsund tonnum meira en árið áður. Eru það vinnsluskip sem eru í fimm efstu sætum uppsjávarlistans miðað við aflaverðmæti.
Í flokki frystitogara voru þrjú Samherjaskip. Víðir EA skilaði 898 milljónum króna í aflaverðmæti fyrir 6.288 tonn upp úr sjó var í 8 sæti.Björgvin var með 700 millj. krónur fyrir 6.086 tonn var í 21.sæti og Oddeyrin með 565 milljónir krónur fyrir 5.400 tonn var í 25.sæti. Alls stunduðu 27 skip veiðar í þessum flokki.
Björgúlfur EA, í flokki ísfisktogara, skilaði 566 millj.króna aflaverðmæti árið 2007 með 4.997 tonn upp úr sjó og var í 6 sæti af 30 togurum.