Yfirlýsing frá Helga Jóhannessyni, hrl. vegna ummæla Seðlabanka Íslands

Yfirlýsing frá Helga Jóhannessyni, hrl.
Í tilefni af umfjöllunum í fjölmiðlum um að forsvarsmenn Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið upplýstir um ástæður þess að húsleit og haldlagning gagna fór fram hjá félögunum vill undirritaður taka eftirfarandi fram:

Það er rangt að Seðlabanki Íslands hafi kynnt stjórnendum Samherja hf. ástæður húsleitarinnar þriðjudaginn 27. apríl eins og fram hefur komið hjá Ríkisútvarpinu að kvöldi 3. apríl sl. og víðar.  Við húsleitina framvísuðu starfsmenn Seðlabankans húsleitarúrskurðum þar sem það eitt kom fram að grunur væri um brot gegn lögum um gjaldeyrismál, án þess að tilgreint væri í hverju meint brot felast eða þeim lýst á nokkurn hátt. Af hálfu lögmanna Samherja hf. hefur ítrekað leitað eftir því, fyrst á vettvangi og svo ítrekað síðar hvaða háttsemi það er sem Samherji hf. og tengd félög eru talin hafa gerst sek um. Seðlabankinn hefur staðfastlega neitað að upplýsa nánar um það en það sem að framan greinir. Þar sem Samherji telur sig í einu og öllu fara að lögum í starfsemi sinni, getur félagið ekki brugðist við ásökunum þessum í starfsemi sinni.

Krafa forsvarsmanna Samherja hf. um upplýsingar og grundvöll aðgerða Seðlabankans var enn ítrekuð með meðfylgjandi bréfi til gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í dag.

Reykjavík 4. apríl 2012
Helgi Jóhannesson, hrl.

Smellið á þessa línu til að sjá bréf Helga Jóhannessonar til Seðlabanka Íslands