Samherji Fiskeldi

Eldisstöðvar Samherja 

Samherji_fiskeldi_Stadur

Staður

Á Stað við Grindavík starfrækir Samherji bæði seiðastöð og áframeldi fyrir bleikju. Kviðpokaseiði (0,1g) eru flutt í seiðastöðina frá klakstöð fyrirtækisins að Núpum í Ölfusi.  Seiðin eru alin í seiðastöðinni í 10-12 mánuði eða þar til þau hafa náð u.þ.b. 80-100g stærð, en þá eru þau flutt út úr seiðastöðinni yfir í áframeldið sem er að mestu utandyra í óyfirbyggðum kerjum.  Öll seiði eru bólusett í seiðastöðinni áður en þau eru flutt út í áframeldið.  Seiðastöðin á Stað sér áframeldinu á Stað fyrir seiðum en hluti seiðanna er fluttur til áframeldis í stöð fyrirtækisins á Vatnsleysuströnd.  Þegar fiskur nær sláturstærð er hann fluttur lifandi til stlátrunnar og vinnslu í Grindavík í sérútbúnum tankbílum. Daglegur rekstur matfiskastöðvarinnar er að miklu leyti tölvustýrður og jafnframt hægt að fylgjast með því sem fram fer í stöðinni í gegnum myndavéla-eftirlitskerfi.
 • Eldissvæði: 2.273 m2
 • Eldisrými seiðastöð: 1.500 m2
 • Eldisrými áframeldi: 25.000 m2
 • Vatnsmál:
  • 2.800 l/sek saltvatn  6-7°C
  • 150 l/sek ísalt vatn 6°C
  • 250 l/sek ferskvatn, 6°C
  • 35 l/sek heitt vatn, 72°C
 • Framleiðslugeta seiðastöð :  1,5-2 milljónir seiða/ári
 • Framleiðslugeta áframeldi:  1.800 tonn/ári

Vatnsleysa

Vatnsleysa_fish_farmÁframeldisstöð fyrir bleikju staðsett á Vatnsleysuströnd á Reykjanesi.  Stöðin tekur við seiðum til áframeldis frá öllum þremur seiðastöðvum Íslandsbleikju.  Seiðin eru flutt í stöðina um 100 -140g að stærð og alin upp í sláturstærð (800-1500g).  Allt eldið fer fram utandyra í steyptum kerjum.  Vatnsgæði eru góð og stöðug bæði með tilliti til seltu og hita.  Þegar fiskur nær sláturstærð er hann fluttur lifandi til stlátrunnar og vinnslu í Sandgerði í sérútbúnum tankbílum. Daglegur rekstur stöðvarinnar er að miklu leyti tölvustýrður og jafnframt hægt að fylgjast með því sem fram fer í stöðinni í gegnum myndavéla-eftirlitskerfi.
 • Eldisrými : 28.400 m2
 • Vatnsmál :
 • • 3.500 l/sec, brackish 5,5-6,5°C
 • Framleiðslugeta : 1500 tonn/ári

Núpar

Nupar_fish_farmSamherji Fiskeldi rekur klak- og seiðaeldisstöð fyrir lax og bleikju á Núpum í Ölfusi.  Stöðin er hönnuð sem klak og seiðastöð fyrir bleikju- og laxaseiði frá hrognum þar til þau eru 70-100g.  Laxaseiði úr stöðinni fara til áframeldis  norður í Öxarfjörð auk þess sem laxaseiði hafa verið seld bæði til annarra íslenskra aðila og flutt út til Noregs og Færeyja.  Bleikjuseiði eru send til áframeldis  á Reykjanesi (Stað eða Vatnsleysu).  Stöðin er staðsett á jarðhitasvæði og hefur góðan aðgang að fersku vatni, bæði heitu og köldu.
 • Svæði: 2.014 m2
 • Rúmmál: 1.466 m3
 • Vatnstaka:
  • 80 l/sek sjálfrennandi, 5,5°C
  • 160 l/sek dælt, 5,5°C
  • 20 l/sec heitt vatn, 90°C
 • Framleiðslugeta: 2 milljónir seiða á ári

Öxarfjörður

Oxarfjordur_fish_farmSamherji Fiskeldi rekur landeldisstöð í Öxarfirði (hét áður Silfurstjarnan).  Þessi eldisstöð hefur í gegn um tíðina verið leiðandi í eldi nýrra tegunda á Íslandi, t.d. bleikju, sandhverfu og lúðu, en síðustu árin hefur áhersla verið lögð á áframeldi á laxi og bleikju.  Stöðin er í dag einn stærsti framleiðandi í heimi á laxi sem alinn er á landi.  Stöðin er staðsett á jarðhitasvæði nálægt sjó þar sem aðgengi er gott að bæði fersku og ísöltu vatni og fullsöltum sjó.  Sláturhús er rekið á vegum Silfurstjörnunnar, en þar fer fram slátrun, vinnsla og pökkun á allri framleiðslu fyrirtækisins.  Eldið er að mestu utandyra en fer að hluta til fram innan dyra í nýlegri 4200m2 skemmu.
 • Rúmmál: 23.800 m3
 • Vatnstaka:
  • 500 l/sek sjór, 2-10°C
  • 400 l/sek ferskt, 5,5°C
  • 600 l/sek ísalt, 10-15°C
  • 150 l/sek ísalt,  36°C 
 • Framleiðslugeta: 1.200 - 1.500 tonn á ári

Öxnalækur

Oxnalaekur_Fish_farmÖxnalækur er seiðastöð fyrir bleikju.  Stöðin fær kviðpokaseiði (0,1g) send frá klakstöðinni á Núpum og elur seiðin í 12-14 mánuði eða þar til þau ná um 100g stærð.  Stöðin er einföld og notast við sjálfrennandi vatn af mjög góðum gæðum.  Startfóðrun og hluti af eldinu fer fram innandyra en einnig eru nokkur ker fyrir seiði utandyra.
 • Eldissvæði: 880 m2
 • Eldisrými: 1.200 m2
 • Vatnsmál
  • 150 l/sek 8-9°C
 • Framleiðslugeta er um 800.000 seiði á ári
 

The quest for quality