Hannover heldur til rækjuveiða í grænlenskri lögsögu
11.06.2000
Hannover, frystitogari þýska útgerðarfyrirtækisins DFFU, dótturfélags Samherja hf., kom til hafnar í Reykjavík í dag eftir umfangsmikla viðgerð í Noregi. Frá Reykjavík mun skipið halda til rækjuveiða í grænlenskri lögsögu og stunda þær veiðar til áramóta. Sem kunnugt er kom upp eldur í Hannover þann 14. maí sl. þar sem skipið var að veiðum á Grænlandshafi. Skipið var dregið til hafnar í Reykjavík og eftir að tjónið hafði verið metið var skipið dregið til Noregs til viðgerða. Þangað kom skipið þann 31. maí sl.