Stefnt á þriggja stafa tölu
07.11.2001
Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til hafnar í liðinni viku eftir 31 daga veiðiferð. Afli upp úr sjó var um 460 tonn og aflaverðmætið nam rúmum 100 milljónum króna. Sú saga hefur raunar heyrst að markmið áhafnarinnar hafi verið að koma ekki að landi fyrr en aflaverðmætið væri komið í þriggja stafa tölu í milljónum talið.