Óþokkar ná góðum árangri
10.07.2002
Hið bráðefnilega lið UMF Óþokka Hið léttleikandi og skemmtilega fótboltalið Samherja, UMF Óþokki var einungis hársbreidd frá því að komast í undanúrslit pollamóts Þórs sem fram fór s.l. helgi á Akureyri. Má leiða að því líkum að liðið hefði komið sterkt inn í undanúrslitum og tvímælalaust skipað sér í verðlaunasæti. Liðið hefur enda á að skipa völdum leikmönnum í hverju rúmi og einvaldar liðsins ófeimnir að kaupa snjalla og reynslumikla menn.

