Stefnt að sameiningu BGB-Snæfells og Samherja hf. fyrir árslok
25.10.2000
Svo sem fram hefur komið hafa Kaupfélag Eyfirðinga svf. og Samherji hf. átt í viðræðum undanfarna daga um skipti á hlutabréfum KEA í BGB-Snæfelli hf. fyrir hlutabréf í Samherja. Þessum viðræðum er nú lokið og hafa félögin tvö náð samkomulagi um öll atriði málsins. Í samkomulaginu felst að stefnt skuli að sameiningu BGB-Snæfells og Samherja og að sameiningin taki gildi eigi síðar en um næstu áramót. Skiptahlutfall í hinu sameinaða félagi verður þannig að núverandi hluthafar BGB-Snæfells munu eignast 26% í því og núverandi hluthafar Samherja hf. 74%. Stærsti einstaki hluthafinn í hinu sameinaða félagi verður KEA með um 17% eignarhlut