Tók á móti 33 þúsund tonnum af kolmunna á vertíðinni
14.11.2002
Fiskimjölsverksmiðja Samherja í Grindavík Kolmunnavertíðinni er lokið. Síðastliðinn mánudag og þriðjudag lönduðu Vilhelm Þorsteinsson EA 11og Bergur VE 44 lönduðu síðustu tonnunum af kolmunnakvóta Samherja í Grindavík. Í ár tók fiskimjölsverksmiðja Samherja í Grindavík á móti 33 þúsund tonnum af kolmunna, sem er veruleg aukning frá fyrra ári þegar sex þúsund tonnum var landað þar. Aðeins þrjár verksmiðjur hafa tekið á móti meiri kolmunna á vertíðinni en Samherji í Grindavík, þ.e. á Eskifirði, Neskaupstað og Seyðisfirði.

