Mannabreytingar í söludeild Samherja
06.08.2002
Allnokkrar breytingar hafa orðið á mannahaldi í söludeild Samherja í kjölfar aukinna umsvifa að undanförnu. Birgir Össurarson, sem gegndi starfi sölu- og markaðsstjóra Samherja, hefur flutt sig um set og hóf störf hjá Seagold, dótturfyrirtæki Samherja í Hull, í apríl s.l. en umsvif þess fyrirtækis hafa aukist jafnt og þétt á liðnum misserum.