Fréttir

Hagnaður Samherja 580 milljónir króna

Þriggja mánaða uppgjör Samherja hf.:Samherji hf. var rekinn með 580 milljón króna hagnaði fyrstu 3 mánuði ársins 2003.  Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var tæplega 685 milljónir króna, eða 21% af rekstrartekjum. 

Sjávarútvegssýningin í Brussel 2003

Dagana 6.-8.  maí sl. tók Samherji hf. þátt í sjávarútvegssýningunni, European Seafood Exhibition, í Brussel, sem er langstærsta og mikilvægasta sjávarútvegssýning sem haldin er í Evrópu. 

Kynnisferð til Bretlands

Fyrir skömmu fór hópur starfsmanna frá frystihúsi Samherja hf. á Dalvík og Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað í heimsókn til Bretlands, í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi nokkurra helstu viðskiptavina félaganna þar í landi. 

Þorsteinn Már Baldvinsson kosinn varamaður í stjórn

Frá aðalfundi Fjord Seafood ASA Á aðalfundi Fjord Seafood ASA sem haldinn var í Osló í morgun var Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. kosinn varamaður í stjórn félagsins.

Vel heppnuð afmælishátíð


Tuttugu ár frá upphafi útgerðar Samherja hf. frá Akureyri


Samherji hf. býður til móttöku

Í gær 28. apríl voru 20 ár liðin frá því að Samherji hf. hóf starfsemi á Akureyri. Af því tilefni og Útflutningsverðlaunum forseta Íslands 2003 býður Samherji öllum til móttöku í KA-heimilinu á Akureyri miðvikudaginn 30. apríl kl. 19-22.

Fyrsti úthafskarfinn

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er nú á landleið með fullfermi af úthafskarfa eða um 410 tonn af afurðum og er verðmæti aflans um 55 milljónir króna. 

Samherji hf. hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2003

Þriðjudaginn 22. apríl, veitti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Samherja hf. Útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Það var Þorsteinn Már Baldvinsson sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd fyrirtækisins.(Þakkarávarp hér) (myndir frá athöfninni hér )

Þátttaka í sýningunni

Seagold Ltd.: