Styrkveiting Samherjasjóðs
07.01.2016
Þann 20.desember sl. veitti Samherji samtals 82 milljónum króna í styrki til íþróttastarfs og ýmissa samfélagsverkefna, aðallega á Eyjafjarðarsvæðinu. Einnig var úthlutað fjárstyrkjum til nokkurra einstaklinga sem skara framúr á sínu sérsviði. Þá var undirritaður styrktarsamningur til 3ja ára við Íþróttasamband fatlaðra. Það var Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður sjóðsins sem afhenti styrkina.
Eins og við fyrri styrkveitingar sjóðsins er gert ráð fyrir að flestum styrkjunum verði ráðstafað til lækkunar þátttökugjalda barna og unglinga og/eða til að lækka kostnað við keppnisferðir þeirra.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði styrkina frá fyrirtækinu renna til fjölmargra verkefna sem flest byggðust á sjálfboðaliðastarfi og „sem öll miða að því að við getum lifað betra og innihaldsríkara lífi með fjölskyldum okkar hér við Eyjafjörð.“ Hann upplýsti að Samherji hefði nú úthlutað samtals rúmlega 550 milljónum króna frá því fyrirtækið hóf að úthluta íþrótta- og samfélagsstyrkjum árið 2008.
Eins og við fyrri styrkveitingar sjóðsins er gert ráð fyrir að flestum styrkjunum verði ráðstafað til lækkunar þátttökugjalda barna og unglinga og/eða til að lækka kostnað við keppnisferðir þeirra.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja sagði styrkina frá fyrirtækinu renna til fjölmargra verkefna sem flest byggðust á sjálfboðaliðastarfi og „sem öll miða að því að við getum lifað betra og innihaldsríkara lífi með fjölskyldum okkar hér við Eyjafjörð.“ Hann upplýsti að Samherji hefði nú úthlutað samtals rúmlega 550 milljónum króna frá því fyrirtækið hóf að úthluta íþrótta- og samfélagsstyrkjum árið 2008.

