Samherji byggir nýja og fullkomnari landvinnslu á Dalvík
- Hefur fjárfest fyrir 11 milljarða í sjávarútvegi á Eyjafjarðarsvæðinu á einungis 3 árum
Samherji undirritaði í dag lóðaleigusamning við Dalvíkurbyggð um 23.000 fermetra lóð undir nýtt húsnæði landvinnslu félagsins á Dalvík. Með samningnum er stigið stórt skref í átt að nýrri og fullkomnari vinnslu Samherja á Dalvík. Flutningur starfsemi Samherja á hafnarsvæðið skapar jafnframt möguleika fyrir bæjarfélagið að skipuleggja svæðið með öðrum hætti til hagsbóta fyrir samfélagið í heild. Áætluð fjárfesting Samherja í húsnæði og búnaði eru um 3.500 milljónir króna.


