Fréttir

Yfirlýsing vegna umræðu um ferðir bæjarfulltrúa

Félagið Deutsche Fischfang Union í Þýskalandi, sem er í eigu Samherja hf. á Akureyri, réðist nýverið í sína fyrstu nýsmíði skipa í tæpa þrjá áratugi. Félagið hefur árum saman unnið með fyrirtækjum á Eyjafjarðarsvæðinu með góðum árangri og hefur notið starfskrafta sjómanna af svæðinu. Vegna þessara sterku tengsla og góðrar reynslu var óskað eftir aðkomu íslenskra fyrirtækja að nýsmíðunum, þar með talið nokkurra fyrirtækja í Eyjafirði, t.a.m. Slippsins, Ásverks, Rafeyrar, Ferðaskrifstofu Akureyrar, Raftákns, Raf-Tækni, M-Tech, Samhenta, Fjarðanets, Brimrúnar, Nortek, Eimskips Akureyri, Rösks Rafvirkja, Kælismiðjunnar Frosts, Vélfag og N. Hansen auk Héðins, Sæplasts og Marel. Fjárfest var í hugviti og tækni þessara aðila í skipin tvö fyrir vel á annan milljarð króna..

Komu skipanna Cuxhaven NC og Berlin NC var fagnað og

Hátíðardagur hjá DFFU dótturfélagi Samherja í Þýskalandi

Tveimur glæsilegum nýjum frystiskipum Cuxhaven NC 100 og Berlin NC 105 gefið nafn
Það var stór dagur í útgerðarsögu Samherja og Deutsche Fischfang Union (DFFU) þegar tveimur nýjum og glæsilegum skipum DFFU var gefið formlega nafn síðastliðinn föstudag við hátíðlega athöfn í Cuxhaven, Þýskalandi. Dagurinn var ekki síður merkilegur vegna þess að síðasta nýsmíði DFFU kom til Cuxhaven árið 1990. Harpa Ágústsdóttir, eiginkona Haraldar Grétarssonar, framkvæmdastjóra DFFU, gaf Cuxhaven NC 100 nafnið með formlegum og hefðbundnum hætti. Það kom svo í hlut eiginkonu ráðuneytisstjóra landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins, Annegret Aeikens, að gefa Berlin NC 105 nafn. Í tilefni þessa var móttaka fyrir viðskiptavini, embættismenn, birgja, starfsmenn og velunnara félagsins. Alls mættu um 400 gestir frá 17 löndum. Haraldur Grétarsson, Dr. Ulrich Getsch, borgarstjóri Cuxhaven og Dr. Hermann Onko Aeikens, ráðuneytisstjóri landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytisins fluttu ávörp við tilefnið..

Berlin NC 105 heldur í sína fyrstu veiðiferð

Berlin NC 105 nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi hélt á veiðar í Barentshafi í síðustu viku. Skipið var smíðað hjá Myklebust skipasmiðastöðinni í Noregi og er systurskip Cuxhaven NC100, sem afhent var sl. sumar og hélt  í sína fyrstu veiðiferð í lok ágúst.


Skipstjórar á Berlin NC eru Sigurður Óli Kristjánsson og Sigurður Hörður Kristjánsson og yfirvélstjórar eru Kristófer Kristjánsson og Sigurpáll Hjörvar Árnason


Skipin voru hönnuð af Rolls Royce, sem einnig framleiddi aðalvélarnar.  Þau eru 81 metri að lengd og 16 metra breið.  Skipin eru mjög fullkomin á allan hátt hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar, sem getur orðið allt að 35 manns. Vinnsludekk skipanna voru hönnuð og smíðuð af Slippnum á Akureyri og Optimar í Noregi. Fiskvinnsluvélar eru frá m.a. Vélfagi á Ólafsfirði og Marel.  Frystikerfi,búnaður og öll lagnavinna er frá Kælismiðjunni Frost á Akureyri og fiskimjölsverksmiðjan  er framleidd af Héðni hf.


Björg EA 7 komin heim

Bjorg_EA_7


Björg EA 7 nýjasta skipið í flota Samherja lagðist að bryggju á Akureyri í gær 31.október  en skipið lagði af stað frá Tyrklandi 15. október. Skipið var smíðað í Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi, er 2.080 brúttó tonn að stærð, 62,49 metra langt og 13,54 metrar á breidd. Björg er þriðja skipið sem Samherji fær afhent á árinu en áður voru komin systur skipin Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur EA 312. Skipin voru hönnuð af verk­fræðistof­unni Skipa­tækni og Bárði Haf­steins­syni í sam­vinnu við eigendur.


Myndband hér


Guðmund­ur Freyr Guðmunds­son er skip­stjóri á Björgu EA og sigldi hann skip­inu heim. Með honum voru Árni R. Jóhannesson 1. stýrimaður og  Kjart­an Vil­bergs­son yf­ir­vél­stjóri. Fyrir liggur að setja aðgerðar- og kæli­búnað um borð í skipið og reiknað er með að það fari á veiðar upp úr ára­mót­um. 


Stækkun fiskeldisstöðvarinnar á Stað við Grindavík opnuð

Íslandsbleikja opnaði síðastliðinn föstudag með formlegum hætti nýja stækkun við eldisstöð sína að Stað í Grindavík.  Um er að ræða 8 ný eldisker samtals 16.000 rúmmetra sem bætast við núverandi 28.000 rúmmetra eldisrými sem þegar er á svæðinu.
Í tilefni dagsins var slegið upp veislutjaldi og verktökum sem hafa komið að byggingunni og starfsfólki félagsins ásamt fjölskyldum þeirra boðið til grillveislu í eldisstöðinni. Þangað mættu nálægt 100 manns sem skoðuðu stöðina og gæddu sér á dýrindis heilgrilluðu lambi með tilheyrandi meðlæti.
"Það eru liðnir áratugir síðan byggð hafa verið svipuð mannvirki á landi til bleikjueldis. Við vorum með þetta verkefni í startholunum í langan tíma og það er virkilega ánægjulegt að sjá þessi glæsilegu kör í dag sem munu fyllast af fiski eitt af öðru á næstu mánuðum. Þessi uppbygging er fyrsta stóra skrefið okkar í að auka framleiðslugetuna og byggja undir framtíðar vöxt bleikjueldis á landi." Segir Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Íslandsbleikju

Erindi forstjóra Samherja á Sjávarútvegsdeginum

Sjárvarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjárútvegi, var haldinn 17. október s.l. í Hörpu. Dagurinn bar yfirskriftina Högum seglum eftir vindi. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf, hélt þar erindið Enginn er eyland. Hvar stöndum við? Í erindi sínu fór Þorsteinn Már m.a. yfir stöðu íslensks sjárvarútvegs og viðhorf samfélagsins á sjávarútveginum.

Björg EA 7 á heimleið

Björg EA 7 lagði af stað frá Tyrklandi sl.sunnudag15.október og gengur siglingin heim vel. Einn af hásetunum um borð er Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarmaður Samherja en skilaboð frá honum hafa birst á Facebook síðu Samherja. Til þess að gefa fleirum kost á að fylgjast með dagbókarbrotum Óskars komum við til með að birta þau einnig hér á síðu Bjargar EA 7

Samstaða á Bleika deginum

Starfsfólkið á aðalskrifstofu Samherja á Akureyri tekur heils hugar þátt í Bleika deginum.og sýnir með því samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.


Umfjöllun um Samherja á sjónvarpsstöðinni Hringbraut

Samherji vekur athygli á umfjöllun um húsleit Seðlabanka Íslands hjá Samherja í þættinum Atvinnulífinu, sem fjallar um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans. Þátturinn var á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar og einnig er hægt að sjá hann á þessum tengli:


Fyrri hluti:


 

Síðari hluti:


 

Einnig er vakin athygli á þættinum 21 á Hringbraut 23.nóvember 2018
þar sem Ragnar Árnason, hagfræðingur og fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðlabankanum kemur til Björns Jóns Bragasonar og taka þeir fyrir Samherjamálið.

 



Nafnið Baldvin úr skipastóli Samherja

Þau tímamót eiga sér stað í þessari viku að skipið Baldvin NC, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, verður afhentur nýjum eigendum. Þar með lýkur 25 ára farsælli sögu skipsins með Baldvins nafninu.
Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.