Bréf til starfsmanna
09.12.2019
Ágætu vinnufélagar.
Það gerist ekki á hverjum degi að sótt sé að fyrirtækinu af þeirri hörku sem við höfum séð í fjölmiðlum síðustu vikur. Samherji reyndi að bregðast við ásökunum á ábyrgan hátt. Birtingarmyndir þess voru tvíþættar. Annars vegar steig Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri tímabundið til hliðar og hins vegar réð stjórn Samherja norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka málið.
Nú þegar sjáum við að stór hluti þeirra ásakana sem settar hafa verið fram á hendur Samherja á ekki við rök að styðjast. Á dögunum leiðréttum við rangar fréttir Ríkisútvarpsins og Stundarinnar um félagið Cape Cod FS. Eins og fram kom í tilkynningu á heimasíðu Samherja var Cape Cod FS aldrei í eigu Samherja eða tengdra félaga heldur var það í eigu starfsmannaleigunnar JPC Shipmanagement sem Samherji átti í viðskiptum við til að manna áhafnir á skipum í namibísku efnahagslögsögunni. Sú staðreynd að ...
Það gerist ekki á hverjum degi að sótt sé að fyrirtækinu af þeirri hörku sem við höfum séð í fjölmiðlum síðustu vikur. Samherji reyndi að bregðast við ásökunum á ábyrgan hátt. Birtingarmyndir þess voru tvíþættar. Annars vegar steig Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri tímabundið til hliðar og hins vegar réð stjórn Samherja norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein til að rannsaka málið.
Nú þegar sjáum við að stór hluti þeirra ásakana sem settar hafa verið fram á hendur Samherja á ekki við rök að styðjast. Á dögunum leiðréttum við rangar fréttir Ríkisútvarpsins og Stundarinnar um félagið Cape Cod FS. Eins og fram kom í tilkynningu á heimasíðu Samherja var Cape Cod FS aldrei í eigu Samherja eða tengdra félaga heldur var það í eigu starfsmannaleigunnar JPC Shipmanagement sem Samherji átti í viðskiptum við til að manna áhafnir á skipum í namibísku efnahagslögsögunni. Sú staðreynd að ...

