Nýtt skip Samherja hf. kemur til Akureyrar á sunnudaginn
Almennt
01.09.2000
Sunnudaginn 3. september nk. kemur til Akureyrar nýja fjölveiðiskipið sem Samherji hf. hefur verið með í smíðum í Noregi. Skipið leggst að Togarabryggjunni og kl. 15 verður athöfn þar sem skipinu verður gefið nafn. Samherji býður bæjarbúum að fylgjast með athöfninni og að henni lokinni verður skipið opið almenningi til skoðunar. Ekki er að efa að marga fýsir að skoða þetta nýja skip auk þess sem frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA 10 mun liggja við bryggju og vera opinn almenningi.