Veiðar Vilhelms Þorsteinssonar hafa gengið samkvæmt áætlun
Almennt
06.11.2000
Vilhelm Þorsteinsson EA-11 kom til heimahafnar á Akureyri nú um helgina en tæpir tveir mánuðir eru síðan skipið lagði upp í sína fyrstu veiðiferð. Á þessum tíma hefur skipið verið á kolmunnaveiðum við Færeyjar og suð-vestur af Íslandi og landað í Færeyjum, Grindavík og Neskaupstað.