Fréttir

Samherji selur öll hlutabréf sín í Skagstrendingi hf.

Samherji hf. hefur gengið frá sölu á öllum hlutabréfum félagsins í Skagstrendingi hf. Eignarhlutur Samherja var 40,57% eða krónur 127.126.478 að nafnvirði. Söluverð bréfanna var ríflega 1.334 milljónir króna sem er tæplega 300 milljónum króna hærra en Samherji greiddi fyrir eignarhlutinn. Kaupandi bréfanna var Kaupþing hf.

Samherji kaupir hlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf.

Samherji hf. hefur keypt ríflega 31% hlut í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Bréfin eru keypt af Þórshafnarhreppi og Landsbanka Íslands hf.