Samherji selur öll hlutabréf sín í Skagstrendingi hf.
Almennt
26.01.2000
Samherji hf. hefur gengið frá sölu á öllum hlutabréfum félagsins í Skagstrendingi hf. Eignarhlutur Samherja var 40,57% eða krónur 127.126.478 að nafnvirði. Söluverð bréfanna var ríflega 1.334 milljónir króna sem er tæplega 300 milljónum króna hærra en Samherji greiddi fyrir eignarhlutinn. Kaupandi bréfanna var Kaupþing hf.