Fréttir

Síldarvinnslan og Samherji stærstu eigendur nýs fiskeldisfélags

Nýir eigendur hafa komið að fiskeldisfélaginu AGVA ehf. og gengið í lið með þeim sem áður stóðu að félaginu. Jafnframt hefur hlutafé félagsins verið stóraukið og nafni þess breytt. Hið nýja félag ber nafnið Sæsilfur hf. og nemur hlutafé þess í upphafi 100 milljónum króna. Eigendur eru fjórir, þ.e. Síldarvinnslan hf. og Samherji hf. með 35% hlut hvort félag, Anna Katrín Árnadóttir og Guðmundur Valur Stefánsson með 20% hlut og Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. með 10% hlut. Félagið hyggst hefja sjókvíaeldi í Mjóafirði og er umsókn þess efnis nú til meðferðar í stjórnkerfinu. Framkvæmdastjóri Sæsilfurs er Guðmundur Valur Stefánsson.

Aflaheimildir BGB-Snæfells og Samherja

Neðangreind tafla inniheldur aflaheimildir Samherja hf. og BGB-Snæfells m.v. kvótaárið 2000-2001 fyrir tegundir innan lögsögu.  Í tegundum utan lögsögu er m.v. úthlutun ársins 2000 nema í norsk - íslenskri síld þar er m.v. úthlutun ársins 2001.

Stefnt að sameiningu BGB-Snæfells og Samherja hf. fyrir árslok

Svo sem fram hefur komið hafa Kaupfélag Eyfirðinga svf. og Samherji hf. átt í viðræðum undanfarna daga um skipti á hlutabréfum KEA í BGB-Snæfelli hf. fyrir hlutabréf í Samherja. Þessum viðræðum er nú lokið og hafa félögin tvö náð samkomulagi um öll atriði málsins. Í samkomulaginu felst að stefnt skuli að sameiningu BGB-Snæfells og Samherja og að sameiningin taki gildi eigi síðar en um næstu áramót. Skiptahlutfall í hinu sameinaða félagi verður þannig að núverandi hluthafar BGB-Snæfells munu eignast 26% í því og núverandi hluthafar Samherja hf. 74%. Stærsti einstaki hluthafinn í hinu sameinaða félagi verður KEA með um 17% eignarhlut

Samherji hf. kaupir nótaveiðiskipið Jón Sigurðsson

Samherji hf. hefur gengið frá kaupum á nótaveiðiskipinu Jóni Sigurðssyni af EM Shipping, en félagið er dótturfélag Framherja Spf. í Færeyjum sem Samherji á hlut í. Hið nýja skip fær einkennisstafina GK-110 og verður gert út frá Grindavík.

Starfsfólki Samherja boðið til kvöldverðar í nýja skipinu

Samherji hf. bauð öllum starfsmönnum sínum ásamt mökum til kvöldverðar um borð í Vilhelmi Þorsteinssyni EA-11 s.l. þriðjudagskvöld í tilefni af komu skipsins til Akureyrar. Á meðan á matarboðinu stóð var siglt inn á pollinn og um Eyjafjörðinn í fallegu veðri. Þá gafst viðstöddum gott tækifæri á að skoða hið glæsilega skip.

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er eitt öflugasta og fullkomnasta fiskiskip flotans

Nýtt fjölveiðiskip Samherja hf., Vilhelm Þorsteinsson EA, gefur félaginu aukna möguleika í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, framkvæmdastjóra félagsins, en skipið kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akureyri á sunnudag.

Fjölmenni við móttöku- og skírnarathöfn hins nýja fjölveiðiskips Samherja

Fjölmargir bæjarbúar og aðrir gestir lögðu leið sína niður að togarabryggju Akureyrarbæjar í dag í blíðskaparveðri til að taka þátt í móttöku- og skírnarathöfn hins nýja fjölveiðiskips Samherja og samgleðjast þannig fyrirtækinu á þessum merku tímamótum. 

Nýtt skip Samherja hf. kemur til Akureyrar á sunnudaginn

Sunnudaginn 3. september nk. kemur til Akureyrar nýja fjölveiðiskipið sem Samherji hf. hefur verið með í smíðum í Noregi. Skipið leggst að Togarabryggjunni og kl. 15 verður athöfn þar sem skipinu verður gefið nafn. Samherji býður bæjarbúum að fylgjast með athöfninni og að henni lokinni verður skipið opið almenningi til skoðunar. Ekki er að efa að marga fýsir að skoða þetta nýja skip auk þess sem frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA 10 mun liggja við bryggju og vera opinn almenningi.

Rekstrarhagnaður Samherja 379 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins

Rekstrarhagnaður Samherja hf. fyrstu 6 mánuði yfirstandandi árs nam 379 milljónum króna. Þetta er talsvert betri afkoma en á sama tímabili í fyrra en þá nam hagnaður 200 milljónum króna. Hagnaður móðurfélagsins fyrir skatta nam nú 607 milljónum króna samanborið við 336 milljónir króna á sama tímabili í fyrra.

Viðræður um skipti á hlutabréfum KEA í BGB-Snæfelli hf fyrir hlutabréf í Samherja hf.

Stjórnir Kaupfélags Eyfirðinga annars vegar og Samherja hf hins vegar hafa samþykkt að taka upp viðræður um skipti á hlutabréfum KEA í BGB - Snæfelli hf fyrir hlutabréf í Samherja hf. Saman eiga KEA og Samherji yfir 80 % hlutafjár í BGB-Snæfelli. Stefnt er að því að niðurstaða í málið fáist innan fárra daga. F.h. Kaupfélags Eyfirðinga Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður F.h. Samherja h/f Finnbogi Jónson,stjórnarformaðurFréttatilkynning frá KEA og Samherja hf. föstudaginn 20. ágúst 2000.