Dómur í máli norska ríkisins gegn Samherja hf.
Almennt
25.06.2002
Dómur var í dag kveðinn upp í héraðsdómi á eynni Storð í Noregi þar sem Samherji hf. var dæmdur til að greiða skaðabætur til norska ríkisins að fjárhæð 10 milljónir norskra króna, jafnvirði 117 milljóna íslenskra króna, fyrir að hafa sýnt gáleysi, - þó ekki stórkostlegt gáleysi - í samskiptum við skipasmíðastöðina Th. Hellesöy í Noregi og hafa þannig átt þátt í að ríkissjóður Noregs styrkti skipasmíðastöðina ranglega vegna smíði íslenska fjölveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA 11. Samherji hefur ákveðið að áfrýja dómi þessum. Gera má ráð fyrir að málið verði tekið til meðferðar fyrir í Gulaþingsrétti í Bergen á fyrri hluta næsta árs. Dómsstigin í Noregi eru þrjú.