Fréttir

Dómur í máli norska ríkisins gegn Samherja hf.

Dómur var í dag kveðinn upp í héraðsdómi á eynni Storð í Noregi þar sem Samherji hf. var dæmdur til að greiða skaðabætur til norska ríkisins að fjárhæð 10 milljónir norskra króna, jafnvirði 117 milljóna íslenskra króna, fyrir að hafa sýnt gáleysi, - þó ekki stórkostlegt gáleysi - í samskiptum við skipasmíðastöðina Th. Hellesöy í Noregi og hafa þannig átt þátt í að ríkissjóður Noregs styrkti skipasmíðastöðina ranglega vegna smíði íslenska fjölveiðiskipsins Vilhelms Þorsteinssonar EA 11. Samherji hefur ákveðið að áfrýja dómi þessum. Gera má ráð fyrir að málið verði tekið til meðferðar fyrir í Gulaþingsrétti í Bergen á fyrri hluta næsta árs. Dómsstigin í Noregi eru þrjú.

Stóriðja á Eyjafjarðarsvæðinu

Starfsmenn Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu eru nú hátt í sex hundruð og fjöldi starfsmanna innanlands vel á áttunda hundraðið. Það er því óhætt að segja að starfsemi Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu sé stóriðja á sínu sviði – ígildi risaálvers!

Stímvaktin komin út

Út er komið fréttabréfið Stímvaktin, fréttir frá Samherja hf., 1. tbl. 6. árg. Blaðinu verður dreift inn á öll heimili og til fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu auk hluthafa félagsins. Í fréttabréfinu er meðal annars sagt frá rekstrarafkomu Samherja fyrstu þrjá mánuði þessa árs, farið ítarlega yfir starfsemi fyrirtækisins í landi og fjallað um breytingar og endurnýjun á skipastól félagsins. Stímvaktin er einnig aðgengileg á pdf-formi hér...

Framleiðslumet sett í Strýtu

Nýtt framleiðslumet í rækjuvinnslunni var sett í liðinni viku þegar framleidd voru rúm 105 tonn af pillaðri rækju. Aðeins tvisvar áður hefur vikuframleiðslan farið yfir 100 tonn, mest 103 tonn í mars á þessu ári.

Stór og fallegur kolmunni

Fyrsti kolmunnafarmurinn sem landað er á Suðurnesjum á þessu ári kom til verksmiðju Samherja í Grindavík á mánudag. Það var Bergur VE sem landaði í Grindavík 1.200 tonnum af kolmunna sem fengust á fjórum sólarhringum í Rósagarðinum og á Hvalbakssvæðinu austur af landinu. 

Sjómannadagurinn 2002

Það verður mikið um dýrðir á Akureyri um helgina eins og alltaf í kringum sjómannadaginn, hátíðahöld bæði á laugardag og sunnudag. Skip Samherja eru að tínast í land eitt af öðru fyrir helgina.

Fyrsta síldin á leið í land

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er væntanlegur inn til löndunar á Neskaupstað í nótt (aðfaranótt miðvikudags 29. maí) eftir níu daga veiðiferð. Aflinn er um 500 tonn af frystum síldarflökum og er þetta fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninum sem skip Samherja landa á þessari vertíð. Þetta magn samsvarar um 1.000 tonnum af síld uppúr sjó.

Samherji kaupir í SR-mjöli

Samherji hf. hefur í dag keypt hlutabréf í SR-mjöli hf. að nafnverði ríflega 97 milljónir króna. Eignarhlutur Samherja í SR-mjöli er eftir kaupin 12,86% eða tæpar 159 milljónir króna að nafnverði. Viðskiptin hafa verið tilkynnt á Verðbréfaþingi Íslands.

Hagnaður Samherja 1.056 milljónir króna

Þriggja mánaða uppgjör Samherja hf.:Samherji hf. var rekinn með 1.056 milljón króna hagnaði fyrstu 3 mánuði ársins 2002 sem er um 928 milljónum króna betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) er 1.238 milljónir króna, eða 32% af rekstrartekjum samanborið við 26% á sama tíma í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 1.116 milljónum króna á tímabilinu en var 713 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins 2001.

Gengið frá skipaskiptum hjá Samherja

Samherji hf. hefur gengið frá sölu Baldvins Þorsteinssonar EA-10 til Deutsche Fishfang Union GmbH (DFFU) í Þýskalandi og kaupum á Hannover NC í hans stað. Söluverð Baldvins Þorsteinssonar er 600 milljónir króna og nemur söluhagnaður um 160 milljónum. Kaupverð Hannover er um 850 milljónir króna.