Fréttir

Sléttbakur afhentur

Á föstudaginn s.l. tók Samherji formlega á móti Sléttbak EA. Á meðfylgjandi myndum má sjá fulltrúa Samherja og SISL ganga frá skjölum við afhendingu. Eins og fram hefur komið þá mun Sléttbakur fara í slipp áður en það heldur til veiða á vegum félagsins og fær nafnið Akureyrin EA 

Akureyrin EA seld til Onward Fishing Company

Breytingar á skipastóli Samherja hf.:Ákveðið hefur verið að selja Akureyrina EA-110 til Onward Fishing Company, dótturfélags Samherja hf. í Bretlandi, og mun skipið afhent í byrjun september.  

Mannabreytingar í söludeild Samherja

Allnokkrar breytingar hafa orðið á mannahaldi í söludeild Samherja í kjölfar aukinna umsvifa að undanförnu. Birgir Össurarson, sem gegndi starfi sölu- og markaðsstjóra Samherja, hefur flutt sig um set og hóf störf hjá Seagold, dótturfyrirtæki Samherja í Hull, í apríl s.l. en umsvif þess fyrirtækis hafa aukist jafnt og þétt á liðnum misserum.

Mannabreytingar í söludeild Samherja


Framtíðin í fiskeldinu

"Það er komin upp sú staða að Íslendingar verða að ákveða hvort þeir ætla að verða þátttakendur í fiskeldinu eða ekki. Ef við fáum fiskeldið ekki til að ganga fljótlega, held ég að við missum einfaldlega af lestinni." Þetta kom fram í ítarlegu viðtali við Þorstein Má Baldvinsson forstjóra Samherja sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. júní. Þar ræddi Þorsteinn Már um sjávarútvegsmálin vítt og breitt frá ýmsum hliðum, starfsemi Samherja, framtíðarsýn félagsins og fleira.

Laxaslátrun í Grindavík

Ný sláturaðstaða og ný sláturaðferð

Sléttbakur keyptur en Kambaröst seld

Breytingar á skipastóli Samherja hf.:Samherji hf. hefur í dag gengið frá kaupum á Sléttbak EA-4 en skipið var áður í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf. Ennfremur hefur verið gengið frá sölu á Kambaröst SU 200 til útgerðar í Namibíu. Nettófjárfesting félagsins vegna þessara viðskipta er ríflega 100 milljónir króna.

Óþokkar ná góðum árangri

Hið bráðefnilega lið UMF Óþokka Hið léttleikandi og skemmtilega fótboltalið Samherja, UMF Óþokki var einungis hársbreidd frá því að komast í undanúrslit pollamóts Þórs sem fram fór s.l. helgi á Akureyri. Má leiða að því líkum að liðið hefði komið sterkt inn í undanúrslitum og tvímælalaust skipað sér í verðlaunasæti. Liðið hefur enda á að skipa völdum leikmönnum í hverju rúmi og einvaldar liðsins ófeimnir að kaupa snjalla og reynslumikla menn. 

SAP Mannauðslausn tekin í notkun hjá Samherja hf.

Samherji hf. tók á dögunum formlega í notkun SAP X-press Mannauðslausn fyrir starfsmannahald félagsins. Það eru hugbúnaðarlausnir Nýherja sem sjá um innleiðingu á lausninni, en mannauðslausnin er hluti af nýju SAP upplýsingakerfi sem Samherji hf. er að taka í notkun.

Stór og falleg loðna til Grindavíkur

Fyrstu loðnunni sem skip Samherja veiða á nýhafinni loðnuvertíð var landað hjá Samherja í Grindavík fimmtudagskvöldið 27. júní. Það var Oddeyrin EA sem landaði 700 tonnum af loðnu sem skipið náði á Halamiðum vestur af landinu.