Sr. Svavar blessaði Akureyrina EA-110
Almennt
18.09.2002
Akureyrin EA 110, sem Útgerðarfélag Akureyringa gerði út til fjölda ára undir nafninu Sléttbakur EA 304, lét í fyrsta skipti úr höfn á Akureyri í gær undir merkjum Samherja hf. Skipstjóri er Guðmundur Freyr Guðmundsson, Sigurbjörn Reimarsson er fyrsti stýrimaður og Helgi Magnússon yfirvélstjóri. Tuttugu menn eru í áhöfn.