Starfsmenn Samherja standa sig vel
Almennt
08.07.2003
Samherji átti tvo fulltrúa á Arctic Open sem fram fór þ.26-28. júní sl. og komust báðir í verðlaunasæti. Halla Sif Svavarsdóttir lenti í þriðja sæti í kvennaflokki og Hafþór Jónasson í þriðja sæti í öldungaflokki. Mótið þótti takast vel og náðu mótsgestir því takmarki sínu að spila í miðnætursól eins og þessi fallega mynd, sem tekin var af Höllu Sif ber með sér. Mynd tekin af (www.pedromyndir.is)