Fréttir

Baldvin Þorsteinsson EA 10 strandar

- Öllum skipverjum bjargað frá borði Baldvin Þorsteinsson EA 10 fékk nótina í skrúfuna í nótt.  Skipið var statt á loðnumiðum suður af Skarðsfjörum.  Sunnanátt var og stórstreymt þegar óhappið varð og rak skipið að landi.  Önnur loðnuskip sem voru stödd á miðunum reyndu að koma til hjálpar en taugar sem tókst að koma á milli slitnuðu.  Neyðarkall var sent út og fór þyrla Landhelgisgæslunnar fljótlega í loftið og björgunarsveitir í landi héldu á vettvang.  Í áhöfn skipsins eru 16 menn og var þeim öllum bjargað frá borði.  Stærsti hluti áhafnarinnar var fluttur á Kirkjubæjarklaustur en fjórir eru eftir í fjörunni við skipið.  Baldvin Þorsteinsson EA 10 er 2.968 brúttólesta fjölveiðiskip smíðað árið 1994 í Flekkefjord í Noregi, lengt í Riga Lettlandi árið 2002.  Skipið er 86 metra langt og 14 metra breitt.  Skip og afli vega samtals um 5.600 tonn.  Baldvin Þorsteinsson var að veiðum og eru í skipinu u.þ.b. 1.500 tonn af loðnu.

Reksturinn skilaði 1.067 milljóna króna hagnaði

Afkoma Samherja á árinu 2003:Samkvæmt rekstrarreikningi Samherja hf., fyrir árið 2003, nam hagnaður 1.067 milljónum króna samanborið við 1.879 milljóna króna hagnað árið áður.

Endurnýjuð verksmiðja komin í fullan gang

Loðnubræðsla hafin í GrindavíkFyrsti loðnufarmurinn á þessari vertíð kom til vinnslu í endurbættri og stækkaðri fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík nú í upphafi vikunnar Afkastageta verksmiðjunnar hefur aukist verulega með nýjum þurrkara og öðrum búnaði. Bræðsla er þegar komin á fullt en Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Samherja í Grindavík, segir þó of snemmt að segja til um hvernig verksmiðjan reynist eftir breytingarnar. 

Loðnufrysting fjölveiðiskipanna í fullum gangi

Fjölveiðiskip Samherja, Baldvin Þorsteinsson EA og Vilhelm Þorsteinsson EA, hafa verið að frysta loðnu fyrir Rússlands- og Austur-Evrópumarkað. Skipin hafa aflað vel og hefur frystingin gengið vonum framar. Nú hafa þessi tvö skip þegar fryst sem nemur 6.500 tonnum af loðnu.

Veiðar ganga vel í Barentshafi

Skip sem gerð eru út af dóttur og hlutdeildarfélögum Samherja erlendis hafa verið að veiða vel í Barentshafi.  Samanlögð framleiðsla þeirra fjögurra skipa sem um ræðir nam í síðustu viku nálægt 350 tonnum af frystum afurðum,  að stærstum hluta þorskafurðum.

Í viðræður um kaup á Boyd Line

Fréttatilkynning frá Samherja hf. :

Tæp 11.000 tonn af loðnuafurðum úr landi

Þrjú norsk flutningaskip á vegum Samherja hf. hafa síðustu daga tekið um borð afurðir fyrirtækisins og samstarfsfyrirtækja í höfnum á Norður- og Austurlandi. Alls er um að ræða rúm 8.500 tonn af frystum vörum; nær eingöngu loðnuafurðir. Fyrir fáum dögum flutti fjórða skipið um 2.400 tonn af loðnuafurðum úr landi og því nema þessir flutningar alls tæpum 11.000 tonnum á skömmum tíma. 

Aflinn fæst í Norðausturkjördæmi

Á árinu 2003 veiddu ísfiskskip Samherja hf. mun meira  af afla sínum austan við land en á Vestfjarðamiðum.

Frystu tæplega 600 tonn af loðnu

Fjögurra sólarhringa loðnutúr Vilhelms Þorsteinssonar EA-11: Tæplega 600 tonn af loðnu voru fryst um borð í Vilhelm Þorsteinssyni EA frá því á fimmtudags-kvöld og þar til í morgun.  Guðmundur Jónsson, skipstjóri, segir að áhöfnin hafi verið vel samstillt í í frystingunni og hún því gengið hratt og örugglega. 

Vinnu lokið við eitt stærsta hugbúnaðarverkefni í íslenskum sjávarútvegi

Fréttatilkynning Nýherja hf. ,,Markmiðið að fá greiðari aðgang að upplýsingum og ná fram  auknu hagræði,” segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja