Veiðar ganga vel í Barentshafi
Almennt
10.02.2004
Skip sem gerð eru út af dóttur og hlutdeildarfélögum Samherja erlendis hafa verið að veiða vel í Barentshafi. Samanlögð framleiðsla þeirra fjögurra skipa sem um ræðir nam í síðustu viku nálægt 350 tonnum af frystum afurðum, að stærstum hluta þorskafurðum.