Áhafnarskipti á Svalbarða
Almennt
06.08.2004
Vilhelm Þorsteinsson EA 11: Svalbarði var vettvangur áhafnarskipta hjá Vilhelm Þorsteinssyni EA 11, fjölveiðiskipi Samherja hf., í síðustu viku. Var þetta í fyrsta skipti sem leiguflugvél er send til Longerbyen á Svalbarða í þessum erindagjörðum. Flugvél frá Flugfélagi Íslands lagði upp frá Akureyri með nýja áhöfn áleiðis til Longerbyen og tók flugið um 5 klukkutíma með viðkomu í Tromsö. Daginn eftir var síðan flogið til baka án millilendingar og voru skipverjar ánægðir við heimkomuna á Akureyrarflugvöll eftir langt úthald. Í áhöfn Vilhelms eru að jafnaði 26 menn.