Stjórn Samtaka atvinnulífsins um borð í Vilhelm EA
Almennt
20.04.2005
Stjórn Samtaka atvinnulífsins hélt stjórnarfund á Akureyri í gær. Í tengslum við fundinn heimsóttu stjórnarmenn nokkur fyrirtæki á Akureyri og var Samherji í þeim hópi. Þar sem flaggskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA 11, liggur við bryggju þessa dagana, aldrei þessu vant, þótti tilvalið að bjóða stjórninni um borð.