Hagnaður Samherja 676 milljónir króna
Almennt
27.05.2005
Samherji hf. var rekinn með 676 milljón króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi 2005. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins námu 5.697 milljónum króna og rekstrargjöld voru 5.008 milljónir. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 689 milljónum króna, afskriftir námu 334 milljónum og fjármagnsliðir voru jákvæðir um 145 milljónir króna...