Sæsilfur dregur úr laxeldi í sjó- laxaframleiðslu hætt árið 2008
Almennt
10.01.2006
Stjórn Sæsilfurs hefur ákveðið að setja ekki laxaseiði í sjó á vori komanda. Ákvörðunin hefur það í för með sér að slátrun á árinu 2007 verður innan við 500 tonn hjá félaginu og að engin laxaframleiðsla verður árið 2008. Til samanburðar má geta þess að áætlað er að slátra um 4.000 tonnum af laxi hjá Sæsilfri á yfirstandandi ári. Sæsilfur er í meirihluta eigu Síldarvinnslunnar hf. og Oddeyrar hf., dótturfélags Samherja hf.