Samherji fjárfestir í Rem Offshore í Noregi
Almennt
02.11.2007
Dótturfélag Samherja hf. Kaldbakur ehf. hefur keypt 2.444.446 hluti í Rem Offshore ASA í Noregi á genginu 53,50 og á eftir kaupin 6,24 % af heildarhlutafé félagsins. Jafnframt hefur verið gert hluthafasamkomulag milli fimm hluthafa sem eiga 50,51% eignarhlut um að koma fram sameiginlega á aðal- og hluthafafundum félagsins. Í samkomulaginu er einnig forkaupsréttarákvæði milli þessara aðila í. Þetta hefur verið tilkynnt til Norsku Kauphallarinnar.