- Söluverðmæti afurða fjölveiðiskipa Samherja hf.á síldarvertíðinni um tveir milljarðar króna Fjölveiðiskip Samherja hf., Baldvin Þorsteinsson EA 10 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11, komu með fullfermi til Akureyrar í dag að lokinni vel heppnaðri síldarvertíð, en bæði skipin eru nú búin með aflaheimildir sínar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Frá því síldarvertíðin hófst þann 10. maí sl. hafa skipin veitt samanlagt um 39.000 tonn af síld úr sjó. Úr aflanum hafa áhafnir skipanna unnið tæplega 20.000 tonn af frystum afurðum og nemur söluverðmæti þeirra nálægt tveimur milljörðum króna.