Samningar milli Sjómannafélags Eyjafjarðar og Félags skipstjórnarmanna annars vegar og Samherja hf. hins vegar, um breytt fyrirkomulag á hafnarfríum, hafa nú verið samþykktir af áhöfnum skipanna þriggja...
Í gær var nótaveiðiskipið Högaberg selt aftur til fyrri eiganda, E.M. Shipping í Færeyjum. Samherji hf. nýtti sér þar með ákvæði í kaupsamningi um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun.
Víðir EA 910 lagðist að bryggju í Hafnarfirði um miðjan dag í gær eftir 40 daga veiðiferð í Barentshafi. Upphaflega var áætlað að Víðir sigldi til Akureyrar en fregnir af hafís úti fyrir norðurlandi gerðu það að verkum að Víðismenn tóku sveig suður fyrir land til Hafnarfjarðar.
Samkvæmt ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2004, sem stjórn félagsins samþykkti á stjórnarfundi sínum í dag, nam hagnaður Samherja hf. 2.914 milljónum króna samanborið við 1.067 milljóna króna hagnað árið áður...
Togbáturinn Þorvarður Lárusson SH 129 frá Grundarfirði, sem Samherji leigir, kom að landi í dag með rúmlega 30 tonna afla. Skipið hefur þar með komið að landi með um 120 tonn úr þremur veiðiferðum á einni viku, þar af fyrstu tvö skiptin með fullfermi...
Vinnsla fór af stað í frystihúsi Samherja hf. í Grindavík í dag, en Háberg GK landaði tæpum 600 tonnum að loðnu í gær til hrognatöku. Seley ÞH sem Samherji hefur haft á leigu í hráefnisflutningum, kemur til með að flytja það sem gengur af, til bræðslu annars staðar...
Mikil vakning hefur orðið í íslensku samfélagi undanfarin ár hvað varðar mikilvægi þess að bæta stöðugt við sig þekkingu. Samherji hefur undanfarin ár boðið ýmsum starfsmönnum sínum að sækja námskeið af margvíslegum toga, sem ýmist hafa nýst þeim í leik eða starfi...
Eldur braust út í fiskimjölsverksmiðju Samherja hf. í Grindavík gær, ekki var um það að ræða að starfsmenn væru í hættu. Allmiklar skemmdir urðu á húsakosti bræðslunnar en ljóst er að hluti tækjabúnaðar er óskemmdur...
Framkvæmdastjórar sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og fulltrúar Samherja hf. komu saman til fundar í gær til að ræða stöðu sjávarútvegs á Eyjafjarðarsvæðinu.