Samherji hlýtur Íslensku sjávarútvegsverðlaunin - fyrir framúrskarandi fiskvinnslu
Almennt
07.09.2005
Samherji hlaut Íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2005 fyrir framúrskarandi fiskvinnslu. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn síðdegis í dag í Gerðarsafni í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem nú stendur yfir.