Samherji á Sjávarútvegssýningunni í Brussel
Almennt
06.05.2010
Samherji hf. tók þátt í Sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku á myndarlegan hátt. Standur Samherja naut mikilla vinsælda og verður þátttaka félagsins að teljast vel heppnuð. Þó að gestkvæmt hafi verið á Samherja standinum voru menn þó almennt sammála um að heildarfjöldi gesta á sýningunni hafi verið færri en undanfarin ár. Mögulegt er að þar hafi eldgosið í Eyjafjallajökli og truflun þess á flug haft einhver áhrif þó að það sé líklega ekki eina skýringin.