Fréttir

Samherji á Sjávarútvegssýningunni í Brussel

Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel lýkur í dag eftir þrjá erlisama daga. Samherji var með
sýningarbás nú sem áður og eru menn sammála um að afar vel hafi tekist til með þátttökuna. Greinileg eftirspurn er eftir
sjávarafurðum og verð eru á uppleið.

Kaupum Samherja fagnað

Einhugur í bæjarstjórn
Bæjarstjórn Akureyrar fagnaði með 11 samhljóða atkvæðum kaupum Samherja á starfsemi Brims á Norðurlandi á fundi sínum
þriðjudaginn 3. maí.  Þetta kemur fram í sérstakri ályktun sem samþykkt var á fundinum.

Samherji kaupir rekstur Brims á Akureyri

Stofnar Útgerðarfélag Akureyringa um reksturinn
Um helgina var gengið frá samningi milli  Brims og dótturfélags Samherja  um kaup á eignum Brims á Akureyri. Félagið fær
nafnið Útgerðarfélag Akureyringa. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Eigum við að reka alþjóðleg markaðsfyrirtæki á Íslandi ?

Dótturfyrirtæki Samherja, Ice Fresh Seafood sér um markaðsetningu á afurðum Samherja samstæðunnar um allan heim.  Félagið kaupir
afurðir af fyrirtækjum á Íslandi og erlendis sem það selur til nokkur hundruð viðskiptavina staðsetta víðsvegar um heiminn. 
Það hefur verið stefna okkar að byggja upp þetta fyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri og sinna þaðan okkar markaðstarfsemi,
auk þess sem við erum með söluskrifstofur  í Evrópu. 
 
 

Tímamótalöndun Baldvins frá Cuxhaven á Dalvík

Ferskur afli úr skipi frá Evrópusambandslandi unninn á Dalvík
Togarinn Baldvin frá Cuxhaven kom til Dalvíkur í gærkvöld og landaði þar um 200 tonnum af ferskum bolfiski, aðallega þorski. Byrjað var
að vinna aflann kl. fjögur aðfaranótt pálmasunnudags í landvinnslu Samherja á Dalvík og fer hluti af afurðunum með flugi á
Frakklandsmarkað í nótt. Fiskurinn var veiddur í Barentshafi, úr veiðiheimildum Evrópusambandsins. Löndunin markar ákveðin
tímamót því þetta er í fyrsta sinn í meira en tvo áratugi sem ferskum afla úr skipi frá Evrópusambandslandi er landað
til vinnslu á Íslandi.

Samherji veitir 13 starfsmönnum sínum hvatningarverðlaun

Samherji hf. hefur ákveðið að veita 13 starfsmönnum sínum sérstök hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi mætingu til vinnu á árinu 2010. Starfsmennirnir fá hver um sig ferðaávísun að upphæð 100 þúsund krónur. Þetta er fjórða árið í röð sem fyrirtækið veitir slíka viðurkenningu.  

Samherji gefur nestishús í Hlíðarfjalli

Síðdegis í gær var undirritað í Hlíðarfjalli gjafaafsal sem felur í sér að Samherji hf. gefur Akureyrarbæ til fullrar eignar og umráða nýtt nestishús sem risið hefur á skíðasvæðinu.

Starfsmenn Samherja fjölmenntu í Hlíðarfjall

Skíðadagur Samherja var haldinn í annað sinn í gær. Yfir 200 manns, starfsmenn og fjölskyldur þeirra fóru saman á skíði, bretti eða sleða og skemmtu sér konunglega. Þá var grillað ofan í mannskapinn og má segja að útivistin hafi aukið matarlystina til muna því veitingarnar runnu vel niður.

Hver fékk launahækkunina 2009-10?

Á árinu 2010 greiddi Samherji hf. 5.300 milljónir króna í laun og launatengd gjöld. Hækkun á milli ára nam samtals 1.200 milljónum króna. Af þessari hækkun fengu starfsmenn Samherja hf. 450 milljónir í sinn hlut en ríkið, lífeyrissjóðir og stéttarfélög 750 milljónir.

Skilningsleysi og rangtúlkanir þingmanns Samfylkingar

-Yfirlýsing frá Þorsteini Má Baldvinssyni
Í gærkvöld boðuðu bæjaryfirvöld á Akureyri ásamt Samtökum atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögunum
í Eyjafirði til opins fundar í Menningarhúsinu Hofi til að ræða áhrif breytinga í sjávarútvegi á annan atvinnurekstur og
þjónustu í Eyjafirði. Fundurinn var vel sóttur (um 250 manns), framsöguerindin upplýsandi og umræðurnar á eftir ekki síður
athygliverðar.