Fréttir

Málatilbúnaður Seðlabanka byggir á stærðfræðilegri skekkju

Bréf til starfsmanna Samherja hf.:
Ágæta samstarfsfólk.
Samherji hefur nú kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því í síðustu viku, til
Hæstaréttar Íslands. Málið snýst um húsleit og haldlagningu gagna sem Seðlabanki Íslands framkvæmdi hjá Samherja í lok mars
sl. Krafa Samherja í málinu lýtur að því að fá þær aðgerðir dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum
verði gert að skila aftur haldlögðum gögnum. Héraðsdómur úrskurðaði í málinu 15. maí og hafnaði kröfu
Samherja.
Aðgerðir Seðlabankans gagnvart fyrirtækinu eru byggðar á röngum forsendum. Seðlabankinn hefur enn ekki upplýst hvert raunverulegt
tilefni þeirra var. Í úrskurði héraðsdóms þar sem húsleit og haldlagning gagna var heimiluð, kom m.a. fram fullyrðing Seðlabankans
um að verð á karfa í viðskiptum Samherja til tengdra aðila í Þýskalandi væri verulega lægra en í viðskiptum annarra
aðila.

Yfirlýsing frá Samherja vegna rangfærslna í umfjöllun DV

Samherji hf telur rétt að koma eftirfarandi
upplýsingum á framfæri  í ljósi
forsíðufréttar  DV í dag. Greinin er uppfull af
rangfærslum, bæði hvað varðar Samherja,  dótturfélög Samherja og einnig um það lagaumhverfi sem í gildi er á Kýpur. Á það bæði við
 um skattareglur og önnur lög er varða  fyrirtækjarekstur á Kýpur.
 

Yfirlýsing frá Samherja

Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands hefur nú afhent Samherja þau gögn sem lágu til grundvallar þegar Héraðsdómur
úrskurðaði um heimild til húsleitar og haldlagningar gagna hjá Samherja og tengdum félögum þann 27. mars síðastliðinn. Af gögnunum
er ljóst að það er rétt sem haldið hefur verið fram af forsvarsmönnum Samherja, að félagið hafi farið að lögum og
reglum.

Bréf til starfsmanna

Ágæta samstarfsfólk.

Síðasta vika hefur verið okkur öllum erfið. Við höfum mátt horfa upp á harkalegar aðgerðir og ásakanir á hendur fyrirtækinu.
Þetta hefur reynt á, krafist mikillar orku og skapað óvissu.

Bréf Helga Jóhannessonar hrl til gjaldeyrisdeildar Seðlabanka Íslands

Hinn 27. mars sl. og dagana þar á eftir fór fram húsleit, haldlagning gagna og afritun gagna hjá Samherja hf.


Yfirlýsing frá Helga Jóhannessyni, hrl. vegna ummæla Seðlabanka Íslands

Yfirlýsing frá Helga Jóhannessyni, hrl.
Í tilefni af umfjöllunum í fjölmiðlum um að forsvarsmenn Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið upplýstir um ástæður þess
að húsleit og haldlagning gagna fór fram hjá félögunum vill undirritaður taka eftirfarandi fram:

Yfirlýsing Ólafs Rúnars Ólafssonar, hrl. vegna ummæla Seðlabanka Íslands

Yfirlýsing frá Ólafi Rúnari Ólafssyni, hrl.
Það er rangt að Seðlabanki Íslands hafi kynnt stjórnendum Samherja hf. ástæður húsleitar hjá fyrirtækinu þriðjudaginn
27. mars sl. eins og fram kom hjá Ríkisútvarpinu að kvöldi 3. apríl og í Morgunblaðinu í dag, 4. apríl.

DFFU hættir tímabundið öllum viðskiptum við Ísland

Fréttatilkynning frá DFFU, dótturfélagi Samherja í Þýskalandi:
Deutsche Fischfang Union (DFFU) hefur ákveðið að hætta tímabundið öllum viðskiptum við
íslenska lögaðila. DFFU mun ekki selja afurðir sínar í gegnum íslensk
sölufyriræki, sækja þjónustu eða landa úr skipum félagsins á Íslandi.  Einnig sér fyrirtækið sér ekki annað fært en að segja upp samningi um afhendingu
hráefnis til fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Til stóð að skip DFFU myndu á þessu ári landa um 3.500 tonnum af ferskum slægðum
þorski á Íslandi á tímabilinu 15. apríl fram til 1. september.

Yfirlýsing vegna rannsóknar gjaldeyriseftirlits SÍ á málefnum Samherja hf.

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni Samherja hf. vil ég sem
lögmaður félagsins taka eftirfarandi fram:

Skiptaverð á Samherjaskipum fyrir karfa yfir meðalverði


Meðalskiptaverð til sjómanna á karfa á íslenskum
fiskmarkaði í fyrra á tímabilinu apríl til nóvember var 202 kr/kg  
Skiptaverð sjómanna á Samherjaskipinu Björgvin EA var á
sama tíma 221 kr/kg
Fullyrðingar um undirverð, brot á kjarasamningum og gjaldeyrislögum
eru fráleitar