Málatilbúnaður Seðlabanka byggir á stærðfræðilegri skekkju
Almennt
24.05.2012
Bréf til starfsmanna Samherja hf.:
Ágæta samstarfsfólk.
Samherji hefur nú kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því í síðustu viku, til
Hæstaréttar Íslands. Málið snýst um húsleit og haldlagningu gagna sem Seðlabanki Íslands framkvæmdi hjá Samherja í lok mars
sl. Krafa Samherja í málinu lýtur að því að fá þær aðgerðir dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum
verði gert að skila aftur haldlögðum gögnum. Héraðsdómur úrskurðaði í málinu 15. maí og hafnaði kröfu
Samherja.
Aðgerðir Seðlabankans gagnvart fyrirtækinu eru byggðar á röngum forsendum. Seðlabankinn hefur enn ekki upplýst hvert raunverulegt
tilefni þeirra var. Í úrskurði héraðsdóms þar sem húsleit og haldlagning gagna var heimiluð, kom m.a. fram fullyrðing Seðlabankans
um að verð á karfa í viðskiptum Samherja til tengdra aðila í Þýskalandi væri verulega lægra en í viðskiptum annarra
aðila.
Ágæta samstarfsfólk.
Samherji hefur nú kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því í síðustu viku, til
Hæstaréttar Íslands. Málið snýst um húsleit og haldlagningu gagna sem Seðlabanki Íslands framkvæmdi hjá Samherja í lok mars
sl. Krafa Samherja í málinu lýtur að því að fá þær aðgerðir dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum
verði gert að skila aftur haldlögðum gögnum. Héraðsdómur úrskurðaði í málinu 15. maí og hafnaði kröfu
Samherja.
Aðgerðir Seðlabankans gagnvart fyrirtækinu eru byggðar á röngum forsendum. Seðlabankinn hefur enn ekki upplýst hvert raunverulegt
tilefni þeirra var. Í úrskurði héraðsdóms þar sem húsleit og haldlagning gagna var heimiluð, kom m.a. fram fullyrðing Seðlabankans
um að verð á karfa í viðskiptum Samherja til tengdra aðila í Þýskalandi væri verulega lægra en í viðskiptum annarra
aðila.