Fréttir

Aðgerðir tengdar strandi skipsins Green Freezer

Í kjölfar fréttaflutnings af samskiptum stjórnenda Samherja við fulltrúa útgerðar Green Freezer
sem strandaði við Fáskrúðsfjörð síðastliðið miðvikudagskvöld viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
Vilhelm Þorsteinsson EA var fyrstur á strandstað, innan við 30 mínútum frá því ósk barst um aðstoð.
Landhelgisgæslan óskaði eftir því að áhöfn Vilhelms Þorsteinssonar EA reyndi að koma taug yfir í skipið. Strax var farið
í að koma taug á milli skipanna en eigandi flutningaskipsins hafnaði þeirri aðstoð og óskaði eftir meiri tíma til að leita annarra leiða
til að koma skipinu af strandstað.
 Síðar um kvöldið tilkynnir umboðsmaður flutningaskipsins að tryggingarfélag þess sé tilbúið til að greiða Samherja allt
að fjórum milljónum króna fyrir að láta draga skipið af strandstað. Þar sem sú upphæð er lægri en áætlaður
kostnaður útgerðarinnar við björgunaraðgerðina, ásamt teknu tilliti til þeirrar áhættu sem ávallt fylgir svona aðgerð,
töldu stjórnendur Samherja ekki rétt að taka að sér umrætt verk. Áhöfn Green Freezer var ekki í hættu og
Landhelgisgæslan var á leið á staðinn á sérútbúnu skipi. Seinna um nóttina hélt Vilhelm Þorsteinsson aftur til
veiða.

Góð afkoma Samherja og dótturfélaga árið 2013


Hagnaður ársins tæpir 22 milljarðar króna.
Hagnaður af sölu eigna 8,1 milljarðar króna.
Samherji greiðir 1,7 milljarð króna í tekjuskatt til Ríkissjóðs Íslands og 1 milljarð í veiðileyfagjald, samtals 2,7
milljarða.
Tæpur helmingur af starfsemi Samherja samstæðunnar er erlendis.
Félög Samherja starfa í ellefu löndum og gera upp í níu
mismunandi gjaldmiðlum.


Sjósetning á nýsmíði UK Fisheries

Skip sem verið hefur í smíði fyrir UK Fisheries var sjósett hjá Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi í gær
14.maí. UK Fisheries er breskt félag í eigu Samherja til helminga á móti Parlevliet & Van der Plas í Hollandi.  Það var Nigel Atkins
framkvæmdastjóri UK Fisheries sem klippti á borðann að viðstöddum helstu eigendum félagsins.

Fjölmennasta árshátíð Samherja frá upphafi

Árshátíð Samherja var haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um liðna helgi. 1100 manns frá öllum
starfsstöðvum og skipum félagsins ásamt gestum komu þar saman og áttu skemmtilegt kvöld. Fróðleg myndasýning tók á
móti gestum í anddyrinu og síðan var glæsileg veisla undir stjórn hins stórskemmtilega Freys Eyjólfssonar. Veislumatur
var frá Bautanum og Rub 23. Pétur Örn og Magni stjórnuðu fjöldasöng og hljómsveitin Í svörtum fötum
spilaði undir dansi fram á nótt.

Sextán starfsmenn hlutu hvatningarverðlaun Samherja

Á hinni stórglæsilegu árshátíð Samherja sem haldin var um síðustu helgi voru veitt hvatningarverðlaun til starfsmanna. Anna María
Kristinsdóttir, starfsmannastjóri Samherja, fékk það ánægjulega hlutverk að veita 16 starfsmönnum Samherja sérstök
hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi ástundun og samviskusemi á árinu 2013.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar færð gjöf

Í tilefni að 10 ár eru liðin frá giftusamlegri björgun áhafnar Baldvins Þorsteinssonar EA og einnig skipsins sjálfs af
strandstað á Skarðsfjöru ákváðu eigendur Samherja að færa Landhelgisgæslu Íslands gjöf, heilsu greiningar tæki að
fullkomnustu gerð til notkunar í björgunarþyrlum gæslunnar. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF Líf lenti á bílastæðinu
framan við Útgerðarfélag Akureyringa í gær og fór fram stutt athöfn þar sem afreksins var minnst og gjöfin afhent.

IceFresh Seafood bauð THW Kiel í fiskiveislu

IceFresh Seafood bauð leikmönnum handboltaliðsins THW Kiel í sjávarréttaveislu að íslenskum hætti s.l. mánudagskvöld. Einar
Geirsson yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum RUB23 reiddi fram ljúffenga og fjölbreytta rétti fyrir leikmennina og þjálfarann Alfreð
Gíslason.

Samherji „Framúrskarandi fyrirtæki“ ársins 2013

- Samkvæmt lista Creditinfo
Samherji hlaut í gær viðurkenningu sem „Framúrskarandi fyrirtæki“ ársins 2013.  Samherji varð efst í hópi stórra
fyrirtækja og listans í heild og er þar með metið traustasti greiðandi íslenskra fyrirtækja í dag.

Ásakanir Seðlabanka Íslands á hendur Seagold rangar

-Bréf frá Gústaf Baldvinssyni framkvæmdastjóra Seagold Ltd.  

Seðlabankinn sá ekkert athugavert við viðskipti Samherja við Seagold.
Þessari afdráttarlausu niðurstöðu hélt Seðlabankinn leyndri í meira en ár.
Sala Samherja til tengdra félaga er nánast eingöngu til Seagold.
Framganga Seðlabankans hefur valdið Seagold miklu tjóni.


Til starfsmanna Samherja

Þær eru ansi margar ferðaskýrslurnar sem ég hef lesið síðastliðin 30 ár. Sölumenn okkar hafa haft þann sið að skrifa skýrslu í lok ferðar og hafa þær velflestar ratað inn á mitt borð. Í viðskiptaumhverfi þar sem áhættan er mikil og credit tryggingar eru nánast óþekktar er nauðsynlegt að sölumennirnir þekki viðskiptavinina eins vel og hægt er. Þess vegna eru sölumenn okkar á miklum ferðalögum vítt og breitt um heiminn á hverjum tíma. Nú um helgina barst mér skýrsla frá Gústaf Baldvinssyni, framkvæmdastjóra Ice Fresh Seafood þar sem hann hafði nýlokið heimsókn til stórs viðskiptavinar okkar í Úkraínu. Mig langar að deila þeirri skýrslu með ykkur, skýrslu sem varð reyndar að ferðasögu þegar andinn kom yfir sölumanninn.
Kveðja, Þorsteinn Már