Samherji hlýtur íslensku sjávarútvegsverðlaunin 2017 í tveimur flokkum – framúrskarandi fiskvinnsla og framúrskarandi skipstjóri.
Almennt
15.09.2017
Framúrskarandi fiskvinnsla - Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja veitti viðtöku Íslensku sjávarútvegsverðlaununum í flokknum „Framúrskarandi fiskvinnsla. Verðlaunin eru veitt Samherja fyrir landvinnslu félagsins á Akureyri og Dalvík. Verðlaunin eru fyrst og fremst viðurkennig á því frábæra starfi sem okkar starfsfólk innir af hendi allt árið um kring.
Framúrskarandi skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinsyni EA hlaut verðlaunin í flokkunum Framúrskarandi skipstjóri. Við afhendinguna kom fram að „Guðmundur er einn af reyndustu og farsælustu skipstjórum íslenska flotans og skip undir hans stjórn hafa árum saman skilað mestu aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa.“
Framúrskarandi skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri á Vilhelm Þorsteinsyni EA hlaut verðlaunin í flokkunum Framúrskarandi skipstjóri. Við afhendinguna kom fram að „Guðmundur er einn af reyndustu og farsælustu skipstjórum íslenska flotans og skip undir hans stjórn hafa árum saman skilað mestu aflaverðmæti allra íslenskra fiskiskipa.“