Ríkisútvarpið í herferð
Almennt
29.11.2019
Síðustu daga hefur það komið enn skýrar í ljós að Ríkisútvarpið er í herferð gegn Samherja í stað þess að einbeita sér að því að segja fréttir.
Takmarkaður vilji fréttamanna Ríkisútvarpsins til að segja á hlutlausan og yfirvegaðan hátt frá staðreyndum máls kom berlega í ljós aðdraganda Kveiksþáttarins 12. nóvember enda hafnaði Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri, þá ítrekað óskum Samherja um að afhenda Ríkisútvarpinu gögn og upplýsingar um starfsemina í Namibíu. Það er líklega fáheyrt í vestrænum fjölmiðlaheimi að fjölmiðill hafni upplýsingum, frá þeim sem er til umfjöllunar, í aðdraganda þáttar þar sem setja á fram meiðandi staðhæfingar um viðkomandi.
Helgi Seljan mætti svo í morgunútvarpið á Rás 2 hinn 26. nóvember sl. og fullyrti að yfir „þúsund störf“ hefðu tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Engar skýringar fylgdu, enda var um gróf ósannindi að ræða.
Takmarkaður vilji fréttamanna Ríkisútvarpsins til að segja á hlutlausan og yfirvegaðan hátt frá staðreyndum máls kom berlega í ljós aðdraganda Kveiksþáttarins 12. nóvember enda hafnaði Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri, þá ítrekað óskum Samherja um að afhenda Ríkisútvarpinu gögn og upplýsingar um starfsemina í Namibíu. Það er líklega fáheyrt í vestrænum fjölmiðlaheimi að fjölmiðill hafni upplýsingum, frá þeim sem er til umfjöllunar, í aðdraganda þáttar þar sem setja á fram meiðandi staðhæfingar um viðkomandi.
Helgi Seljan mætti svo í morgunútvarpið á Rás 2 hinn 26. nóvember sl. og fullyrti að yfir „þúsund störf“ hefðu tapast í Walvis Bay í namibískum sjávarútvegi vegna Samherja. Engar skýringar fylgdu, enda var um gróf ósannindi að ræða.

