Rangfærslur, útúrsnúningar og þöggun Seðlabanka Íslands í sex ár
Almennt
15.03.2018
Þann 27. mars næstkomandi eru sex ár liðin frá því að Seðlabanki Íslands blés til stærstu húsleitar fyrr og síðar hér á landi. Ráðist var inn á höfuðstöðvar Samherja á Akureyri og þrjá aðra staði á Akureyri og í Reykjavík og allt hirt. Eftirtekjan af málinu er engin, öllu hefur verið hnekkt en áfram heldur seðlabankastjóri þó með áfrýjun á ógildingu héraðsdóms Reykjavíkur á stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á Samherja á haustmánuðum árið 2016. Að þurfa að sitja undir svona tilhæfulausu ásökunum seðlabankastjóra í sex ár er refsing, sem ég og aðrir starfsmenn höfum þurft að þola að ósynju. Koma hefði mátt í veg fyrir þetta allt saman ef bankinn hefði einungis virt þær meginreglur sem stjórnvöldum ber að hafa að leiðarljósi: meðalhóf og andmælaréttur.
Húsleit Seðlabankans fór fram undir vökulum augum fjölmiðla og fjölmiðlafulltrúi bankans, Stefán Jóhann Stefánsson, veitti fjölmiðlum því sem næst óhindraðan aðgang að málinu og gat til
Húsleit Seðlabankans fór fram undir vökulum augum fjölmiðla og fjölmiðlafulltrúi bankans, Stefán Jóhann Stefánsson, veitti fjölmiðlum því sem næst óhindraðan aðgang að málinu og gat til