Fréttir

Rannsókn á starfsemi í Namibíu er lokið

Wikborg Rein hefur nú kynnt niðurstöður skýrslu, sem unnin var vegna rannsóknar á starfsemi Samherja í Namibíu, fyrir stjórn félagsins.
Í nóvember 2019 voru settar fram ásakanir á hendur Samherja vegna rekstrarins í Namibíu. Stjórn Samherja fól í kjölfarið norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein að aðstoða við rannsókn á starfseminni og að leiða í ljós allar staðreyndir um hana. Wikborg Rein er leiðandi lögmannsstofa á Norðurlöndunum á þessu sviði og í rannsóknum af þessu tagi. Lögmenn stofunnar búa að áratuga reynslu af sambærilegri vinnu fyrir stjórnvöld í norrænum ríkjum og fyrir alþjóðleg fyrirtæki.

Endurtekið efni um starfsemi í Namibíu

Í gær birtist frétt unnin af Finance Uncovered um starfsemi félaga sem tengjast Samherja í Namibíu. Að miklu leyti felur hún sér endurvinnslu á áður birtu efni.

Engin störf töpuðust í Namibíu

Engin störf töpuðust í namibískum sjávarútvegi eftir að félög tengd Samherja hófu þar starfsemi á árinu 2012. Fullyrðingar þess efnis að þúsundir starfa hafi glatast, sem komu fram í fjölmiðlum í gær, eiga ekki við nein rök að styðjast. Um er að ræða sömu rangfærslur og Samherji leiðrétti á síðasta ári.
Félög tengd Samherja tóku eingöngu þátt í uppsjávarveiðum í namibísku efnahagslögsögunni og var þar einkum um að ræða veiðar á hrossamakríl. Árið 2011 var úthlutunarreglum breytt á uppsjávartegundum í Namibíu. Fjórðungur aflaheimilda í uppsjávarfiski var færður til namibískra félaga og einstaklinga, aðallega frá suður-afrískum stórfyrirtækjum. Eftir úthlutun aflaheimilda í hrossamakríl leituðu namibískir aðilar eftir samstarfi við félög tengd Samherja um nýtingu þeirra.

Nýr Vilhelm sjósettur

Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA var sjósettur hjá skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft í Gdynia í Póllandi hinn 12. júní síðastliðinn. Skrokkurinn var tilbúinn til sjósetningar fyrir átta vikum en vegna Covid-19 heimsfaraldursins var ekki að ráðist í hana fyrr en nú.
Skipið mun leysa af hólmi núverandi Vilhelm Þorsteinsson EA 11 sem kom nýr til landsins fyrir tveimur áratugum. Burðargeta skipsins verður um 3.000 tonn af kældum afurðum.

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um breytingar á eignarhaldi Samherja hf.

Samherji hf. vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri vegna umfjöllunar í dag um breytt eignarhald í fyrirtækinu.

Aðaleigendur Samherja hf. hafa framselt hlutafjáreign sína í fyrirtækinu til barna sinna eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Var þetta gert annars vegar með sölu hlutafjár og hins vegar með fyrirframgreiddum arfi.

Undirritaður var kaupsamningur, vegna þeirra hlutabréfa sem voru seld, í ágúst 2019. Var samningurinn háður ýmsum fyrirvörum og gátu kaupin ekki gengið í gegn fyrr en þeim hafði verið aflétt.

Rangfærslur um skip og veiðiheimildir Samherja leiðréttar

Hákon Þröstur Guðmundsson, sem starfar á útgerðarsviði Samherja, og Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri hjá Samherja, birtu í dag grein á Vísi þar sem þeir leiðréttu rangfærslur Kristins H. Gunnarssonar, fyrrverandi alþingismanns, um skip og veiðiheimildir Samherja. Rangfærslur Kristins höfðu birst í grein á sama vettvangi. Grein þeirra Hákonar og Guðmundar fer hér á eftir:

Orðinn öllu vanur eftir hálfa öld á sjó

Eftir 50 ára farsælan feril til sjós, í 40 ár sem skipstjóri og þar af tæp 30 ár á skipum Samherja og tengdra félaga, segist Brynjólfur Oddsson hafa farið í sína síðustu veiðiferð sem fastráðinn skipstjóri. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á von á því að það verði farin að lágmarki ein veiðiferð enn sem verði Brynjólfi örugglega eftirminnileg.

Hefur upplifað sögulegar breytingar í sjávarútvegi

Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, fagnar í dag 68 ára afmæli. Arngrímur starfaði hjá Samherja frá því núverandi eigendur keyptu fyrirtækið árið 1983 þangað til í byrjun þessa árs en þá settist hann í helgan stein eftir rúmlega hálfa öld á sjó sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. Á tæplega 37 ára starfsferli hjá Samherja fylgdi hann fyrirtækinu í gegnum miklar breytingar og vöxt.

Kynslóðaskipti í eignarhaldi Samherja hf.

Aðaleigendur Samherja hf., þau Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Kolbrún Ingólfsdóttir, hafa framselt hlutabréfaeign sína í Samherja hf. til barna sinna. Fyrir breytingarnar fóru þau samanlagt með 86,5% hlutafjár í Samherja hf., en hlutur þeirra verður 2,0% eftir breytingarnar.
Stærstu hluthafar verða nú

Félög Samherja bera kostnað af skertu starfshlutfalli og endurgreiða hlutabætur

Samherji Ísland og Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA), sem eru í eigu Samherja, munu bera allan kostnað vegna skerts starfshlutfalls starfsmanna í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins og endurgreiða ríkissjóði hlutabætur sem greiddar voru starfsmönnum.
Megintilgangur laga um minnkað starfshlutfall og hlutabætur var að stuðla að því að viðhalda ráðningarsambandi milli starfsmanna og fyrirtækja þótt það kynni að vera nauðsynlegt að minnka starfshlutfall þeirra. Þannig var markmiðið að tryggja fjárhagslega afkomu almennings í þeim þrengingum sem gengu yfir íslenskt samfélag enda væru mikil verðmæti fólgin í því fyrir samfélagið allt að sem flestir héldu virku ráðningarsambandi við vinnuveitanda. Hugsunin var að fólk gæti haldið ráðningarsambandi og afkoma þess væri þannig tryggð.