Rannsókn á starfsemi í Namibíu er lokið
Almennt
29.07.2020
Wikborg Rein hefur nú kynnt niðurstöður skýrslu, sem unnin var vegna rannsóknar á starfsemi Samherja í Namibíu, fyrir stjórn félagsins.
Í nóvember 2019 voru settar fram ásakanir á hendur Samherja vegna rekstrarins í Namibíu. Stjórn Samherja fól í kjölfarið norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein að aðstoða við rannsókn á starfseminni og að leiða í ljós allar staðreyndir um hana. Wikborg Rein er leiðandi lögmannsstofa á Norðurlöndunum á þessu sviði og í rannsóknum af þessu tagi. Lögmenn stofunnar búa að áratuga reynslu af sambærilegri vinnu fyrir stjórnvöld í norrænum ríkjum og fyrir alþjóðleg fyrirtæki.
Í nóvember 2019 voru settar fram ásakanir á hendur Samherja vegna rekstrarins í Namibíu. Stjórn Samherja fól í kjölfarið norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein að aðstoða við rannsókn á starfseminni og að leiða í ljós allar staðreyndir um hana. Wikborg Rein er leiðandi lögmannsstofa á Norðurlöndunum á þessu sviði og í rannsóknum af þessu tagi. Lögmenn stofunnar búa að áratuga reynslu af sambærilegri vinnu fyrir stjórnvöld í norrænum ríkjum og fyrir alþjóðleg fyrirtæki.

