Margþættar aðgerðir vegna Covid-19
Almennt
20.03.2020
Þær aðstæður sem nú ríkja vegna Covid-19 eiga sér vart hliðstæðu og hafa á einn eða annan hátt haft áhrif á öll fyrirtæki í íslensku atvinnulífi. Samherji hefur gripið til margþættra aðgerða til að fyrirbyggja smit og innleitt öryggisáætlanir um rétt viðbrögð ef smit kæmi upp meðal starfsmanna.
„Samherji leggur mikla áherslu á að tryggja öryggi allra starfsmanna sem og viðskiptavina sinna en eitt af meginmarkmiðum Samherja er að gera fyrirtækið að öruggum og slysalausum vinnustað. Af þessari ástæðu tókum við mögulega útbreiðslu Covid-19 alvarlega frá fyrsta degi og gripum til sérstakra ráðstafana. Með því vildi Samherji leggja sitt af mörkum til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar og gera allt til að koma í veg fyrir smit í starfsstöðum fyrirtækisins,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
„Samherji leggur mikla áherslu á að tryggja öryggi allra starfsmanna sem og viðskiptavina sinna en eitt af meginmarkmiðum Samherja er að gera fyrirtækið að öruggum og slysalausum vinnustað. Af þessari ástæðu tókum við mögulega útbreiðslu Covid-19 alvarlega frá fyrsta degi og gripum til sérstakra ráðstafana. Með því vildi Samherji leggja sitt af mörkum til að fyrirbyggja útbreiðslu veirunnar og gera allt til að koma í veg fyrir smit í starfsstöðum fyrirtækisins,“ segir Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.