Skjalið úr Kastljósi finnst ekki
Almennt
20.08.2020
Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, segir í svari við erindi Samherja að skjal það sem Kastljós byggði umfjöllun sína á hinn 27. mars 2012 sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Af þessu má ljóst vera að þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri fordæmdu þátt Samherja í síðustu viku höfðu þau ekki kynnt sér málið, því þau höfðu ekki gögnin undir höndum.