Fréttir

Skjalið úr Kastljósi finnst ekki

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, segir í svari við erindi Samherja að skjal það sem Kastljós byggði umfjöllun sína á hinn 27. mars 2012 sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Af þessu má ljóst vera að þegar útvarpsstjóri og fréttastjóri fordæmdu þátt Samherja í síðustu viku höfðu þau ekki kynnt sér málið, því þau höfðu ekki gögnin undir höndum.

Ávarp sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar við opnun nýja fiskvinnsluhússins

Í tilefni af því að nýtt og glæsilegt vinnsluhús Samherja á Dalvík var tekið í notkun í síðustu viku vill Samherji lýsa yfir þakklæti og ánægju gagnvart öllum sem komu að undirbúningi og byggingu hússins. Sérstakar þakkir fá starfsmenn, bæjaryfirvöld og íbúar Dalvíkurbyggðar. Vinnsluhúsið er langstærsta einstaka fjárfesting í atvinnuuppbygginu á Dalvík frá upphafi enda er löng og mikil hefð fyrir fiskvinnslu í sveitarfélaginu og er þar borin mikil virðing fyrir þessari göfugu atvinnugrein.
Við formlega opnun vinnsluhússins í síðustu viku flutti Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar ávarp, sem endurspeglar vel ánægjulegt samstarf. Með leyfi Katrínar fer ávarpið hér á eftir:


Skipulagsbreytingar hjá landvinnslu Samherja

Föstudaginn 14. ágúst hófst vinnsla í nýrri fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Þetta eru mikil tímamót hjá landvinnslu Samherja enda bygging hússins, hönnun og uppsetning á öllum tækjabúnaði þar langstærsta fjárfesting í vinnslu sem Samherji hefur ráðist í frá upphafi. Samhliða opnun á nýju frystihúsi hefur verið ákveðið að gera breytingar á stjórnun landvinnslunnar til að styðja við opnun á nýja húsinu á Dalvík.

Nýtt hátæknivinnsluhús Samherja á Dalvík tekið í notkun

Vinnsla hófst í morgun í nýju hátæknivinnsluhúsi Samherja á Dalvík. Það er óhætt að fullyrða að um sé að ræða eitt fullkomnasta vinnsluhús í heiminum í bolfiskvinnslu. Er vinnsluhúsið raunar það eina sinnar tegundar vegna þeirrar tækni og þess búnaðar sem er í því.

Ríkisútvarpið birti skýrsluna

Í framhaldi af þætti Samherja um Seðlabankamálið svokallaða og vinnubrögð Ríkisútvarpsins í því máli, hafa útvarpsstjóri og fréttastjóri Ríkisútvarpsins sent frá sér yfirlýsingu. Í henni er ekki tekið efnislega á meginfullyrðingunni í þætti Samherja, um að skýrslan sem Ríkisútvarpið byggði allan málarekstur sinn á, hafi aldrei verið til.

Heimildarþáttur um upphaf Seðlabankamálsins

Samherji birti í dag heimildarþátt um upphaf svokallaðs Seðlabankamáls. Í þættinum, sem Samherji lét framleiða, koma fram nýjar og áður óbirtar upplýsingar um málið.

Umtalsverðar fjárhæðir til ríkissjóðs Namibíu

Félög tengd Samherja greiddu samtals jafnvirði um 6,5 milljarða króna til ríkissjóðs Namibíu á meðan þau voru í rekstri. Er þar annars vegar um að ræða heildarskattgreiðslur og hins vegar sértæka skatta til ríkissjóðs Namibíu fyrir nýtingu aflaheimilda. Þess fyrir utan greiddu félög tengd Samherja alls 12 milljarða króna fyrir aflaheimildirnar sjálfar og rann stór hluti þeirrar fjárhæðar til stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins.

Eins milljarðs króna tap

Í síðustu viku greindi Samherji frá því í tilkynningu að rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu væri lokið. Þar var jafnframt útlistað hvert yrði framhald málsmeðferðarinnar. Var þar tekið fram að Samherji myndi á næstunni gera frekari grein fyrir einstökum ásökunum sem bornar hafa verið á félagið og starfsfólk þess.
Nú liggja fyrir .......

Morgunblaðið fjallar um reksturinn í Namibíu

Morgunblaðið fjallar í dag um samantekin reikningsskil félaga á vegum Samherja í Namibíu undir fyrirsögninni „Ekkert arðrán átt sér stað.“ Í frétt blaðsins kemur fram að á árunum 2012-2018 hafi félög tengd Samherja greitt namibískum fyrirtækjum, samstarfsaðilum og ríkissjóði Namibíu samtals rúmlega 21 milljarð króna á gengi dagsins. Þannig hafi miklum verðmætum verið skilað inn í namibískt samfélag á þeim árum sem félögin voru í rekstri. Í umfjöllun blaðsins eru einnig rifjuð upp ýmis ummæli sem voru látin falla, um reksturinn í Namibíu, í nóvember á síðasta ári. Umfjöllun blaðsins fer hér á eftir:

Rannsókn á starfsemi í Namibíu er lokið

Wikborg Rein hefur nú kynnt niðurstöður skýrslu, sem unnin var vegna rannsóknar á starfsemi Samherja í Namibíu, fyrir stjórn félagsins.
Í nóvember 2019 voru settar fram ásakanir á hendur Samherja vegna rekstrarins í Namibíu. Stjórn Samherja fól í kjölfarið norsku lögmannsstofunni Wikborg Rein að aðstoða við rannsókn á starfseminni og að leiða í ljós allar staðreyndir um hana. Wikborg Rein er leiðandi lögmannsstofa á Norðurlöndunum á þessu sviði og í rannsóknum af þessu tagi. Lögmenn stofunnar búa að áratuga reynslu af sambærilegri vinnu fyrir stjórnvöld í norrænum ríkjum og fyrir alþjóðleg fyrirtæki.