Um ánægðar áhafnir sem koma heilar heim til fjölskyldu og vina
Almennt
26.11.2020
-Nokkur orð frá skipstjórnendum Samherja vegna umræðu síðustu daga.
Vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga vilja undirritaðir, skipstjórnarmenn hjá Samherja, koma eftirfarandi á framfæri:
Við viljum byrja á því að taka það skýrt fram að við ætlum ekki að leggja mat á mál skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og áhafnar hans. Það mál – sem er fordæmalaust á fordæmalausum tímum – þarfnast vissulega ítarlegrar skoðunar, því svona nokkuð má aldrei gerast aftur. Málið er í sínum rétta farvegi – í Sjóprófum – og við bíðum niðurstöðu þeirra.
Vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga vilja undirritaðir, skipstjórnarmenn hjá Samherja, koma eftirfarandi á framfæri:
Við viljum byrja á því að taka það skýrt fram að við ætlum ekki að leggja mat á mál skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og áhafnar hans. Það mál – sem er fordæmalaust á fordæmalausum tímum – þarfnast vissulega ítarlegrar skoðunar, því svona nokkuð má aldrei gerast aftur. Málið er í sínum rétta farvegi – í Sjóprófum – og við bíðum niðurstöðu þeirra.

