Morgunblaðið fjallar um reksturinn í Namibíu
Almennt
06.08.2020
Morgunblaðið fjallar í dag um samantekin reikningsskil félaga á vegum Samherja í Namibíu undir fyrirsögninni „Ekkert arðrán átt sér stað.“ Í frétt blaðsins kemur fram að á árunum 2012-2018 hafi félög tengd Samherja greitt namibískum fyrirtækjum, samstarfsaðilum og ríkissjóði Namibíu samtals rúmlega 21 milljarð króna á gengi dagsins. Þannig hafi miklum verðmætum verið skilað inn í namibískt samfélag á þeim árum sem félögin voru í rekstri. Í umfjöllun blaðsins eru einnig rifjuð upp ýmis ummæli sem voru látin falla, um reksturinn í Namibíu, í nóvember á síðasta ári. Umfjöllun blaðsins fer hér á eftir: