Saga Akureyrinnar
Almennt
08.05.2020
1.maí árið 1983 sigldi Guðsteinn GK ( Akureyrin EA) inn Eyjafjörð og hófst þar með saga Samherja í eigu núverandi eigenda. Við minnumst þessara tímamóta með því að sýna hér á heimasíðunni þessar skemmtilegu myndir og frásagnir af upphafsdögunum.
Í tilefni af 30 ára afmælinu árið 2013 var sett af stað vinna við að safna saman efni í sögu félagsins. Hluti þess efnis var sýndur á myndasýningu sem sett var upp á árshátíð Samherja, á Glerártorgi á Akureyri og á Fiskideginum Mikla á Dalvík það ár. Sá hluti þeirrar sýningar sem var um fyrsta skipið Akureyrina, er nú sýnilegur hér.
Í tilefni af 30 ára afmælinu árið 2013 var sett af stað vinna við að safna saman efni í sögu félagsins. Hluti þess efnis var sýndur á myndasýningu sem sett var upp á árshátíð Samherja, á Glerártorgi á Akureyri og á Fiskideginum Mikla á Dalvík það ár. Sá hluti þeirrar sýningar sem var um fyrsta skipið Akureyrina, er nú sýnilegur hér.