Ívið meiri afli þrátt fyrir válynd veður
Almennt
06.03.2020
Þrátt fyrir válynd veður og afar óhagstæð skilyrði til veiða hafa fjögur ísfiskskip í útgerðarflota Samherja veitt meira fyrstu tvo mánuði þessa árs en þau veiddu á sama tímabili í fyrra. Skýrist aukinn afli einkum af því að meira hefur veiðst af þorski og er munurinn 876 tonn milli ára.
Um er að ræða ísfiskskipin Björgúlf EA 312, Björgu EA 7, Kaldbak EA 1 og Björgvin EA 311. Heildarafli skipanna fjögurra fyrstu tvo mánuði ársins var 4.924 tonn sem er 82 tonnum meira en samanlagður heildarafli þeirra í janúar og febrúar 2019.
Um er að ræða ísfiskskipin Björgúlf EA 312, Björgu EA 7, Kaldbak EA 1 og Björgvin EA 311. Heildarafli skipanna fjögurra fyrstu tvo mánuði ársins var 4.924 tonn sem er 82 tonnum meira en samanlagður heildarafli þeirra í janúar og febrúar 2019.