Þráhyggja fjölmiðils þróast í ofstæki
Almennt
27.01.2021
Tölfræðileg samantekt á umfjöllun Stundarinnar varpar ljósi á alvarlegt ójafnvægi í umfjöllun þar sem fjöldi birtra greina um Samherja er í hróplegu ósamræmi við öll önnur skrif fjölmiðilsins. Á stundum virðist sem tilgangur útgáfunnar sé fyrst og fremst árásir á þetta eina félag. Svo helteknir eru blaðamenn Stundarinnar af Samherja að nú þegar þeir eru orðnir uppiskroppa með umfjöllunarefni hafa þeir sent útsendara sína á Eyjafjarðarsvæðið þar sem þeir hafa dvalið dögum saman og freistað þess að ná fram neikvæðum ummælum Norðlendinga um félagið.

