Ríkisútvarpið ritskoðar gagnrýni
Almennt
18.02.2021
Ríkisútvarpið hefur ritskoðað gagnrýni á eigin vinnubrögð með því að krefjast þess að Facebook taki niður nýtt myndband, sem Samherji lét framleiða, þar sem fjallað er um fréttamat og vinnubrögð fréttastofu RÚV. Ríkisútvarpið hefur ekki þolað þá hófstilltu gagnrýni sem kom fram í myndbandinu og í skjóli framsækinnar túlkunar á höfundarrétti krafðist stofnunin þess að Facebook tæki myndbandið niður. Varð Facebook við kröfunni í gærkvöldi.