Slippurinn á Akureyri annast smíði og uppsetningu á vinnslubúnaði í Oddeyrina EA
Almennt
05.05.2021
- Verðmæti búnaðarins á annað hundrað milljónir króna – Alger nýjung í íslenskum sjávarútvegi
Samherji hefur undirritað samning við Slippinn á Akureyri um smíði og uppsetningu á vinnslubúnaði í Oddeyrina EA. Búnaðurinn er blanda af hefðbundnu og nýju, en breytingarnar ganga m.a. út á að skipið verði í stakk búið til að hefja tilraunir með að koma með lifandi bolfisk að landi til vinnslu. Þeirri aðferð hefur ekki verið beitt við togveiðar áður.
Samherji hefur undirritað samning við Slippinn á Akureyri um smíði og uppsetningu á vinnslubúnaði í Oddeyrina EA. Búnaðurinn er blanda af hefðbundnu og nýju, en breytingarnar ganga m.a. út á að skipið verði í stakk búið til að hefja tilraunir með að koma með lifandi bolfisk að landi til vinnslu. Þeirri aðferð hefur ekki verið beitt við togveiðar áður.