Tölvur gegna lykilhlutverki í eftirlitinu
Almennt
13.01.2022
Segja má að hátæknibúnaðurinn frá Völku sé hjartað í fiskvinnsluhúsi Samherja á Dalvík. Búnaðurinn og öll tæknin hafa vakið mikla athygli, enda um að ræða eitt fullkomnasta vinnsluhús í heiminum í bolfiskvinnslu. Sigmar Harðarson fylgist grannt með öllum búnaðinum frá Völku og sér til þess að hann þjóni sínu hlutverki í hvívetna. Tölvur gegna lykilhlutverki í því sambandi.